Ég tók eftir því að það eru nokkrir sem eru búnir að skrifa um jólin sín svo ég ákvað að gera það líka


Fyrsta Desember þá byrar fjölskyldan að skreyta húsið smátt & smátt til 12. des.

Á þorláksmessu er okkur boðið í mat til ömmu & afa ásamt nánustu ættingjum í skötuveislu þar sem líka er boðið uppá pizzu þar sem litla fólkið borðar ekki skötu.Eftir það setjum við upp jólatréð & skreytum það.Svo er að bíða til morguns

Aðfangadagurinn byrjar á því að pabbi eldar jólagraut(með möndlu) sem mjög góður á bragðið og svo er burjað að elda Hamborgarhrygginn svo er matur klukkann 6 & við byrjum að borða svo klukkann 7 er opnað pakkanna sem að mmamma les á miðann og réttir okkur. Svo fer maður að monta sig af gjöfunum.

Jóladagur er þannig að við förum í Hangikjöt til ömmu og afa sem alltaf gott

Gamlárskvöld Það er þannig að maður er búinn að byrgja sig upp af flugeldum og sprengir allt í tætlur.



Takk fyri