Nú fer að stittast í jólin. Allt að gerast og nú eru einungis 58 dagar í aðfangadag.

Ég hlakka óendanlega mikið til jólanna. Ég er ekkert mikið jólabarn og mig hefur aldrei hlakkað neitt mikið til jólanna, en núna hlakka ég ekkert smá til. Það vill svo til að ég og fjölskildan mín erum ný flutt í stærra húsnæði. Í gamla húsinu var jólatréið okkar alltaf það sama, lítið og krumpað plast jólatré sem var sett ofan á hátalara því að það var ekki pláss neinstaðar annarstaðar. Jólapakkarnir flæddu allir af hátalaranum og niður í sófann. Semsagt allt of lítið pláss. Þannig hafði þetta alltaf verið, eða í fimmtán ár.
Núna er þetta allt annað líf. Við ætlum að fá okkur lifandi tré og það á að vera 1,80 m á hæð. Þannig að allir pakkar og allt komist undir það. Þetta verða geðveik jól. Í nýju húsi og allt nýtt.

Hlakka svo geðveikt til. Þurfti bara að losa spennuna aðeins og náði því með því að skrifa hérna.
[ekki koma með eitthvað skítkast útaf stafsetningarvillum. Ég er lesblind og er að gera mitt besta :)]. Takk fyrir mig.
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…