Allt í lagi, mig langaði svo að gera jólaljóð sem kæmi manni í jólaskap, og já, ég er meðvituð um að það er langt í jólin.
Þetta er eiginlega frekar saga en ljóð.


Snjókornin liðast ljúflega
þau bera saman
við fallega, dökkbláann himinnin
og eru svo falleg
Brátt heyrist bjölluhljómur,
svo fallegur
að manni langar til að gráta.
Eitthvað ber við himinnin
eins og stutt lína á hreyfingu.
Lítill strákur á jólanótt starir upp
horfir hugfanginn á himinnin,
getur ekki sofnað,
bjölluhljómurinn heyrist varla,
en hann heyrist,
hann er þarna,
maður þarf bara að hlusta.

Litli strákurinn gægist út um gluggann
og sér línuna nálgast.
Skyndilega heyrist lágur dynkur á þakinu
og litli strákurinn verður hræddur,
skríður undir sæng og þorir varla að anda.
lágt fótatak, varla greinanlegur bjölluhljómur.
Allt í einu opnast hurðin,
Inn kemur búlduleitur karl og brosir
þegar hann sér litla strákinn undir sænginni,
stingur pakka og bréfi í stígvélið í glugganum.

Næsti dagur er upp runninn,
einn lítill strákur vaknar á jóladegi,
kíkir í snjáð stígvél í glugga,
miði með áminningu,
um að fara fyrr að sofa.
Og svo pakki,
lítill pakki með smáum bolta,
blár bolti.
Litli strákurinn handleikur smáa boltann,
starir í smá stund,
horfir síðan upp til himins
og fellir tár,
gleðitár.




Takk fyrir mig.