Kjánalega er kvenmannslaust
og kalt i bóli Skara.
Heimskinginn um þetta haust
að heiman vildi fara.

Útlönd fögur eygði hann
aldrei leit til baka.
“Fleiri fræði en ég kann”
flónið vildi taka.

Doktorsgráðu dreymdi um
drjúgur stjörnuglópur
féll í gleymsku í flutningnum:
fjölskyldunnar hópur.

Einnig gleymdist asa í,
ein sat eftir heima,
elsku Viola -sem er svo hlý,
samt aula tókst að gleyma.

Uppgötvar að ekki er skóli
það eina sem að vit er í.
Einkanlega er að bóli
auðu kemur æ og sí.

Loksins eftir langan vetur
leggur Viola í ferðalag.
Og vitringurinn veit nú betur:
virðir núna hennar hag.

Loksins ljós i myrkri glittir
leikur lán á ný við hann
Þá heitelskuðu brátt hann hittir
og hreppir strax í ferðabann.


Eru áramótin buin?