Djöfull vona ég að það byrji að snjóa hér í Malmö þar sem ég bý. Ég hef ekki upplifað hvít jól síðan árið 2000 held ég að það hafi verið. Þá leit allt út fyrir rauð jól þangað til klukkan um það bil 6 eða 7 á aðfangadagskvöldi þegar að það byrjaði að snjóa all hressilega og allt varð kafið í hvítu úti. Árið 2001 svo voru bara venjuleg rauð jól og árið 2002 rigndi ekkert smá mikið á aðfangadag og ég komst engann veginn í jólaskapið á því ári. Ég man líka að í fyrra (fyrstu jólin mín í Svíþjóð) rigndi líka á aðfangadag og ég fór út að skokka í rigningunni :S.
Ég veit að það gerist ekkert sérstaklega oft að það koma hvít jól hér en það er bara sérstaklega útaf lítilli úrkomu hér. Það er alveg kallt hér núna sko.
Hvernig er það annars á Íslandi?? Mér skilst nú að það líti út fyrir hvít jól eftir könnunina mína sem ég sendi inn: “Spáir þú hvítum eða rauðum jólum í ár?” og 80% svöruðu hvítum.

Kv. StingerS