Já eins og fyrirsögnin segir…

Jólin eru að byrja enn og aftur, ekki misskilja, þetta er hátíðin sem er í langmestu uppáhaldi hjá mér, en hvenær verður nóg orðið takmark fyrir Íslendinga? Í alvöru, enn eina ferðina er byrjað á jólahöldunum ALLT, ALLT of snemma.

Ég sat í bílnum í gær og var á leiðinni í skólann og systir mín heimtar að fá að hlusta á F.M. 102,2. Allt í lagi með það, en kemur ekki eitthvað jólalag? Þetta er ótrúlegt, fyrstu dagarnir í nóvember, og þetta er byrjað. Þessi hátíð er frábær, og allt meðfylgjandi… en halló Hafnafjörður. Ég segi bara góðan dag og gott nýár 3000-3001.

Ojú, þetta er nú svosem hátíð barnanna, en hljóta börnin ekki líka að þreytast á jólalögum tæpa þrjá mánuði á ári? Í alvöru fólk, sýnið smá stuðning gegn þessu. Jólastemmingin er náttúrulega að byrja en ekki kveikja á bílnum og leggja af stað á byrjunarhraðanum 1.000.000. á klst.

Reynið svo að halda stemmingunni í skefjum í svona tvær og hálfa viku í viðbót og eigið svo góð jól þegar að því kemur….

Kv. Gísli
Gísli G. [171191]