Hæ ef þið eruð að lesa þetta þá er þetta ekki sagan. Ég ætlaði bara að segja soldið um söguna…. Sko ég datt inn í sögugerðina um daginn og byrjaði að skrifa jólasögu ég veit að það eru ekki jól en segið mér bara hvernig ykkur finnst:

Þetta er Sagan af Sögusveini:

Öll þekkjum við Jólasveinana þrettán.En í dag fáið þið að vita um þann fjórtánda. Þessi jólasveinn er yngstur af öllum jólasveinunum, hann heitir Sögusveinn.

Það var 9,desember og aðeins tveir dagar til stefnu ( þá meina ég sko að það voru tveir dagar þangað til að fyrsti jólasveinninnn færi á stjá) það var næstum því liðið yfir greyjið Grýlu þegar hún sá að jólakötturinn hafði ráðist á hann Stúf litla. Sko jólakötturinn var alltaf að táðast á Stúf og Grýlu var alveg sama, en núna var Stúfur að máta nýja jólasveina búninginn sem Grýla hafði verið heillengi að sauma og hann var allur rifinn.
Grýla hugsaði: Þetta eru verstu jól EVER……… Stekkjastaur var á eftir áætlun, Bjúgnakrækir át allar bjúgurnar og var með magapínu og Kertasníkir sagði að hann væri hættur að vera jólasveinn af því kertinn væru svo vond. Hann sagði alltaf: Já í þá gömlu ga voru kertin miklu betri og bla bla bla……:ótt að hann sé 238 ára mætti halda að hann væri 300 ára ohh hann er svo gamaldags. En lengst inni í öllu þessu rugli var Sögusveinn á sama stað sem hann var búinn að vera alla ævina inní ELDHÚSINU ojjjjjjjj. Hann var að búa til graut. Hann hugsaði með sér af hverju má ég aldrei fara að gerabörnin glöð með því að gefa þeim í skóinn. Einhversstaðar inni í þessari djúpu hugsun heyrðist:
SÖGUSVEINN VILTU GJÖRA SVO VEL AÐ KOMA MEÐ HRÍSGRJÓNAGRAUTINN FAÐIR ÞINN ER SVANGUR….
Þegar hann var búinn að gefa öllum grautinn sagði hann:
Mamma gerðu það má ég fara að gefa í skóinn en þá segir Grýla alltaf: Sögusveinn ég hef sagt þér þetta marg oft þú ert of ungur. ÆI mamma ég er 99 ára ég verð 100 ára eftir nokkra daga PL’Is gerðu það ég skal vera ótrúlega góður PLÍÍÍÍÍÍS plísplísplís… og svona hélt þatta áfran fram á miðja nótt, allir voru sofnaðir nema aumingja Grýla(já Sögusveinn gat verið mjög þá meina ég MJÖG þreytandi þið ættuð að vita hverju ég hef lent í en það er allt önnur saga) á endanum gafst Grýla upp og sagði ÓKEY Sögusveinn þú matt gefa í skóinn og augnabliki síðar steinsofnaði Grýla. Söguvveinn fór upp í rúm en gat ekki sofnað, en á endanum sofnaði hann. Næsta dag átti Sögusveinn að fara af stað en þá fór öll áætlunin í rust það voru allir nema Grýla og Sögusveinn mjög úrillir. Sögusveinn nennti ekkert að vera aí því að hlusta á bræður sína. Grýla var mjög leið yfir því að senda yngsta son sinn í bæinn en innst inni var hún líka mjög stolt. Það var aðeins klukkutíni þangað til að Sögusveinn átti að leggja af stað, hann var kominn í búinginn (það var sko tile inn aukabúningur). Stundin var runnin upp, hann lagði af stað.
Hann hafði aldrei komið út úr hellinum. Hann byrjaði að ganga af stað en þá fylltist huginn af efasemdum. Han ætlaði að snúa við en þá hugsaði hann: Æ nei bræður mínir gera grína af mér. Þannig að hann hélt hann áfram að labba. Þegar hann var búinn að ganga í 2 klukkustundir hugsaði hann með sér: Ég hlít að fara að komast til Rekjavíkur. En þá fattaði hann að hann var villtur og hann fann helli til að hlýja sér í. Daginn eftir þegar að hann vaknaði ætlaði hann að reyna að komast heim. Hann gekk í tvo daga en hann fann ekki hellinn sem að hann átti heima í. Grýla var farin að hafa áhyggjur, þannig að hún fór sjálf að leita að honum. Hún hefur ekki enn fundið hann og ef þið sjáið hana endilega segið henni að Sögusveinn sé líka að leita að henni.

ENDIR
jájájá