Smá sga eftir mig…..:P


Halló halló

Ég heiti Darri og er 8 að verða 9 ára,ég bý á Kóngsbakka (rétt hjá Snæfellsjökli) Jæja…………..

Einn aðfangadagsmorgun hlakkaði ég til að líta í skóinn minn eins og allir krakkar gera,Þegar ég leit í skóinn var mjög falleg stytta með glimmeri á .Ég hljóp fram og sýndi mömmu og pabba. Þau höfðu aldrei áður séð svona fallega styttu.

Næsta dag (jóladag)

Þá sá ég að ég hafði gleymt skónum mínum í glugganum.Ég gekk að glugganum til að taka hann niður en rosalega brá mér, það var agnarsmátt súkkulaðistykki í skónum. Ég hljóp fram og sýndi mömmu (pabbi var farinn í vinnuna) litla súkkulaðistykkið.Þegar ég fór aftur upp sá ég eithvað skjótast bak við rúmið mitt, Ég tók skóinn niður ú gluggakistunni og var á leiðinni út í snjóinn en “gettu hvað ég sá” Alveg rétt ég sá líttinn Jólasvein .Rosaleg var ég hræddur. Honum brá svo mikið þegar ég leit til hans að hann byrjaði að gráta. Ég spurði hver hann væri og hvaðan hann kæmi. Hann sagði með grátstafinn í kverkunum að hann héti Flekkjamaur og væri 14 jólasveininn en öll börn hafi verið búin að taka skóinn út úr glugganum þegar hann kæmi hver einustu Jól. Ég talaði aðeins við hann og sagði svo:ég get auðveldlega sagt öllum í skólanum frá þessu og svo gengur það á milli allra á Íslandi….

Núna kemur Flekkjamaur öll jól og gefur í skóinn og kemur í kaffi til mín á þrettándann.

Endir. P.S Flekkjamaur skilar kveðju.