Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og elska jólin. Jólin er tími kærleika og friðar :) Allir að vera góðir. En núna eru jólin að byrja í nóvember og það sem allir hugsa er að klára að kaupa gjafir. Ef ég man rétt eru jólin haldin útaf Jesús. Jólapósti flæðir inn um lúguna kaupa þetta og kaupa hitt. Margir fá mikið jólastress og þegar jólin byrja svona snemma er komið mikið stress og margir finnst þeir vera seinir að öllu og þá ýtir bara undir meiri erill sem er þónokkuð þegar. Og svo þetta jólaskraut hvað er með það. Það er verið að skreyta um miðjan nóvember mér finnst það nú bara ******** bull og svo loks þegar jólin koma er maður orðin leiður á þessu skrauti. Meira segja börnunum sem að ég held flest öll elski jólin líst bara ekkert á þetta. Ég segji að fólk eigi að skreyti bara um desemberbyrjun annars verða jólin byrjuð bráðlega í október eða eitthvað. Þess vegna finnst mér að við eigum að taka saman höndum og neita að láta jólin byrja of snemma.
Jólakveðja til allra

*Gleðileg Jól*
og
*farsælt komandi ár*