Á Morgunvaktinni í morgun var frétt um jólasveina í Osló sem eru að mótmæla jólunum, þ.e. þeir eru að mótmæla því hvað verslunareigendur byrja snemma að auglýsa jólavarning. Jólasveinarnir (sem eru í raun ungt fólk í jólasveinabúningum) halda því fram að verslanir byrji að selja jólamat í sept-okt, byrji að auglýsa jólavarning í byrjun sept. og þar fram eftir götunum. Þeir segja að almenningur sé búinn að fá leið á jólunum þegar desember loksins kemur, og meirihluti almennings er sammála þeim. Jólasveinarnir biðja verslunareigendur síðan um að vera svo vinsamlegir að „skila jólunum“ fram á fyrsta sunnudag í aðventu.
Persónulega finnst mér þetta frábært framtak hjá þessum norsku jólasveinum og mér finnst að allir ættu að gefa þeim eitt gott klapp.