Núna eru akkúrat 146 dagar, 14 tímar, 32 mínotur og 45 sekuntur til jóla. Mér er það minnistætt að þegar ég var lítill fékk ég alltaf nyja sokka akkurat kl 4 á aðfangadag. en þegar jólasveinninn kom í heimsókn varð mér um og ó, enginn var sem og maður sem gerði sér ekki vonir um glaðan dag. Mamma kom alltaf fram með steikina og gaf jólasveininum bita, ég varð alltaf mjög reiður og sagði að jólasveinnin gæti eldað sinn mat sjálfur en ekki sníkt af öðrum. En þegar ég varð aðeins eldri komst ég að því að það var pabbi minn sem leyndist undir Jólasveinabúningnum. Það eru sirka 2 mánuðir síðan sú vitneskja barst mér til vitundar, og sjaldan hef ég orðið jafn sjóðbullandi reiður og þegar ég komst að því.
En núna hef ég tekið föður minn í sátt fyrir þesssar fólskulegu lygar og er mig aftur farið að hlakka til næstu jóla, þó svo að það verði enginn jólasveinn þetta árið :(
En ég mun reyna að gera mér glaðan dag þrátt fyrir þessar sviftingar og vona ég það innilega að þú munir njóta jólanna jafn vel og ég ætla mér að gera.

Takk fyrir að hlýða á raunir mínar lesandi góður.