Jólasveinin kannast allir við, en er hann til það er spurningin.
Í ára raðir hafa ung Íslensk börn trúað á sveinka gamla,
en svo virðist sem hann sé ekki til, þá spyr ég sjálfan mig,
ljúga foreldrarnir að börnunum út í eitt.
Af hverju eru þau að ljúga að okkur. Við gætum þess vegna farið og reykt hass úti garði hjá einhverjum dópsala.
Finnst ykkur þetta réttlátt að ljúga að okkur í ára raðir og við eigum svo að vera
stillt og góð og ljúga aldrei eða gera neitt skemmtilegt.
Mér finnst þetta ansi skitið.
En svo datt önnur hugmynd inn í hausinn á mér, hvað ef jólasveinnin er til.
Getur einhver sannað að svo sé ekki, það held ég ekki.
Mér finnst að fólk ætti ekki að vera að gefa út einhverjar yfirlýsingar
um hluti sem það veit ekkert um.
Þetta er alveg eins og í rétti. Ef þú hefur engar sannanir kemstu ekkert áleiðis í
málinu. Svo ég segi ekki dæma fyrr en þú veist.
Duffman hefur talað.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World