Hafið þið tekið eftir því að eitt jólalag er alltaf sungið vitlaust, það er að segja textinn er rangur. Það er lagið “jólasveinar ganga um gólf”

Svona er það sungið:

Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
:,: upp á stól stendu mín kanna, níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna :,:


Rétt er að syngja:
Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi.
upp á hól stend ég og kanna, níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna :,:


Því jólasveinin er að kanna aðstæður áður en hann leggur á stað. Leggjum okkur fram við að syngja þetta rétt.


Ef þið vitið um fleiri lög sem eru sungin vitlaus endilega látið vita.

Jólakveðjur, <:-)