Nú þegar jólin eru að fara að ganga í garð og ég búin að vera í jólaskapi í þrjá daga.. þá spyr ég..!!! er eðlilegt að maður sé búin að skipuleggja allar jólagjafir og öll jólakort..
Ég get ekki beðið eftir að fá að byrja að búa til jólakortin og ég elska allt þetta jólaskraut sem er komið.. ég bý út á landi en gerði mér sér ferð til Reykjavíkur vegna þess að ég frétti af jólaskrautinu í kringluni.
Ég missti næstum því af jólunum í fyrra vegna þess að ég var í útlöndum og flutti heim þann 21 des þannig að ég gerði lítinn jólaundirbúning.
Ég vona að ég sé ekki sú eina sem að er svona spennt fyrir jólnunum og spyr…
Hvenær er eðlilegt að byrja að skirfa jólakort og hvenær er eðlilegt að senda þau..
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.