Ég fór niður í kringlu í gær, í léttu skapi af því að þó að það
sæist ekki á jörðinni, þá hafði snjóða dálítið um morguninn.
“ja, þó það sé nú nokkuð langt í jólin, þá er þó að minnsta
kosti að koma vetur.”
Allaveganna, ég fer inn í kringluna og sé þá að það er verið að
skreyta. Það var ekki komin nóvember og samt byrjað að
skreyta. Búið er að hengja upp jólatré og sumar búðir, eins
og Tékkkristall, búnar að setja fullt af jólaskrauti í gluggan.
Ég spyr í einni búðinni, hverju þetta megi nú sæta og fæ þau
svör að verslununum sé skyllt að byrja að skreyta 1. nóv.

Er þetta normallt?
á algerlega að láta mann klára jólaskapið fyrir jólin?

Mér finnst það fáránlegt að búðir séu að skreyta strax. Það
má í fyrsta lagi byrja um miðjan nóvember og helst ekki fyrr en
fyrsta í aðventu. Þá er svona hæfilega langt þar til jólin eru.

Mér finnst þetta bara ömurleg gróðaleið hjá kringlunni og það
ætti eiginlega bara að setja reglur um hvenær verslannir
mega byrja að skreyta.

En hvað finnst ykkur? á að leyfa Kringlunni að komast upp
með þetta?

“jólakveðjur”

Inga jólasveinka