Drukknandi í snjó


Einn fagran desembermorgun, vaknaði Stoggr við það að sólargeislarnir læddust undir gardínurnar hans, sleiktu á honum andlitið og buðu góðann daginn.

Stökk hann þá framúr og kippti gardínum frá glugganum og virti fyrir sér snævi þakta jörðina og hugsaði hversu yndislegt það væri að vera til. Svo skottaðist hann að súkkulaðidagatalinu sínu, sem afi hans hafði keypt útí Belgíu og opnaði 8. gluggann.

Var þá ekki snjókarl í glugganum og lifnaði þá yfir Stoggr og varð hann þá ennþá ánægðari með lífið og tilveruna.

Þá loksins áttaði hann sig á því hvaða dagur væri. Það var að nálgast miðjan desember og hann var ekki ennþá búin að finna jólagjöf handa góðvini sínum SinSin! Stoggr vissi ekki sitt rjúkandi ráð og hljóp í óðagot. Hann var bara alveg að falla á tíma og ákvað að nú þyrfti að kippa í taumana og bara redda málunum í eitt skipti fyrir öll.

Og hvern er best að hringja í þegar maður er í bobba? Nú auðvitað Batguy. Hringdi þá Stoggr í Batguy og var ekki lengi afþví, því Batguy var númer eitt á hraðvalinu hjá honum og sagði honum að koma yfir til hans hið snarasta því hann væri í alveg meiriháttar krísu. Kom þá Batguy askvaðandi yfir til Stoggr og þurfti reyndar að byrja á að róa Stoggr niður því hann var orðin of æstur greyið og masaði þar af leiðandi alltof mikið.

Þegar Batguy eftir nokkrar tilraunir náði loksins að róa Stoggr litla grey niður og komast að rót vandans þá vissi Batguy nátturulega alveg hvað ætti að gera í málunum. Hann Batguy var þekktur fyrir að vera mjög ráðagóður og sniðugur þegar kom að jólagjöfum. Það muna nú allir eftir Husqvarna saumavélinni sem hann gaf Laddis hérna um árið, og hafa nú sprottið fjölmargar flíkurnar úr henni, en það er nú önnur saga.

Flaug þá Batguy í hug röndóttu sokkarnir sem hann hafði gefið SinSin í fyrra. Honum datt það snjallræði í hug að Stoggr, með sína gífurlegu prjónahæfileika að hann myndi prjóna trefil í stíl við sokkana. Hann Stoggr var nú ekki valinn besti prjónarinn í 7.bekk fyrir ekki neitt!

Skunduðu þeir þá í Hagkaup í Skeifunni, sem er opið allan sólarhringinn, til að kaupa garn. Þeir þurftu ekki prjóna því Stoggr átti náttúrulega sitt einkasafn af prjónum.
Eftir langa og stranga göngu komu þeir loksins í Hagkaup í Skeifuna. Þegar þeir komu inn höfðu þeir ekki hugmynd um hvar garnið væri. Sáu þeir þá glitta í TonTon á kassa 6, og leituðu þeir ráða hjá honum. Auðvitað vissi TonTon hvar garnið væri, enda var þar í öllum matarhléum að þreifa á garninu. Það skal líka tekið fram að hann hafði verið valinn starfsmaður mánaðarins 12 mánuði í röð.

Að lokum fundu þeir alveg fyrirtaks garn í stíl við sokkana, og fóru á kassa númer 6. Þegar Stoggr dró upp veskið sitt og ætlaði að fara að borga þá stoppaði TonTon hann af og sagði við hann : ,,Þú getur tekið strákinn úr Breiðholtinu, en þú getur aldrei tekið Breiðholtið úr stráknum.” Og rétti honum afsláttarkortið sitt. Svo skottuðust þeir heim á heim leið.

Stoggr þurfti nú að drífa sig heim og fara að prjóna, en því miður gat Batguy ekki farið með honum, hann þurfti að sinna vinnu sinni í Smárabíó.

Stoggr fór þá heim og inní prjónaherbergið sitt með loðnu veggjunum og rauða ljósinu og skellti í eitt stykki trefil handa honum SinSin sínum, litla grey.

SinSin sat inní svartmálaða herberginu sínu og hann var að hlusta á Ohio is for lovers með sinni uppáhalds hljómsveit Hawthorne Heights, sem Grimsi92 kynnti fyrir honum fyrr um árið. ,, So I cut my wrists and black my eyes.” sönglaði hann með og dró rakvélablaðið upp og lék sér að því að strjúka því upp og niður handlegg sinn og finna kalt rakvélablaðið veita mótstöðu við líkamshita sinn.

Skyndilega þeyttist hurðin upp á gátt og stóð Stoggr í dyragættinni með pakkann sem hann var rauður með grænu krulli, sem Stoggr lagði mikinn metnað í. SinSin leit þá upp og horfði hissa á Stoggr þar sem hann stóð í gættinni.

,,NEEEEEI!” Öskraði Stoggr, þreif rakvélablaðið úr hendi hans og slökkti á þessum óþverra sem var að heilaþvo hans besta vin. ,,Ég færi þér jólagjöf þína.” Og rétti honum gjöfina. SinSin tók við gjöfinni og Stoggr var ekki frá því að hann sæi vonarneista myndast í augum SinSin með þessari gjöf. SinSin reif upp pakkann þó það væri nú ekki komin jól, en það er allt leyfilegt í Breiðholtinu góða.

Stoggr var ekki frá því að hann hafi aldrei séð SinSin svona ánægðan áður og skellti SinSin treflinu á sig og vildi til að hann var einmitt í sokkunum sem Batguy gaf honum síðustu jól, og héldu þeir út á leið til að prufukeyra trefilinn.

Lá þá leiðin niðrí Mjódd, þar sem þeir rákust á Ye Boy crewið alræmda. SinSin og Stoggr tóku þá stóran hring því enginn vill abbast uppá Ye Boy crewið og það skal tekið fram að einn þeirra stóð uppá ljósastaur.

Gengu þeir þá á afstektum göngustíg. ,,Get ég treyst þér fyrir leyndarmáli?” Segir SinSin. ,,Auðvitað SinSin, þú getur sagt mér allt.” Svarar Stoggr þá. ,,Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að, en þú ert og hefur alltaf verið langbesti vinur minn.” Stoggr lítur þá á SinSin og ákveður að enginn orð eiga við núna og tekur utan um hann og ganga þeir inn í jólin.


Endir.


Hagkaup í Skeifunni sponsoraði þessa sögu og ef áhugi verður fyrir hendi verður gerð stuttmynd eftir sögunni, með viðeigandi leikurum.

Takk fyrir okkur
leg og SindriF
omg