Ég skrifaði þetta í sögutíma í fjórða eða fimmta bekk rétt fyrir jólin. Þetta er svona bull af bestu gerð, (ég hugsaði líka þegar ég las þetta, um hvað var ég að hugsa á þessum tíma ) :), svona blanda af flestu sem að var vinsælt hjá mér á þessum tíma eins og Narnía, The polar express, Jesús og Jósefína, Harry Potter og einhvað aðeins meira :) . Ekki taka þessa sögu of alvarlega og ekki gera ykkur ómak í að skrifa skítkast :)


Lilja er 7.ára og algjört jólabarn. Eina nótt þegar hún var sofandi dreimdi henni að hún færi til norðurpólsins. Hún færi þangað með bestu vinkonu sinni, hún heitir Narnía, hún er sko ítölsk en kann alveg íslensku. Þær bjuggu rétt hjá sorpu og þær voru oft þar. En oftast voru þær í gömlum bíl. Hann var alveg eldgamall og ónýtur. Þar geimdu þær dúkkur sem þær áttu.
Þær flugu á járnbrautarstöð. Þær höfðu aldrei séð hana áður. Þar voru fullt af krökkum, suma meira að segja könnuðust þær við. Þarna var litli bróðir Lilju hann Hannes. Þær fengu sér sæti, vá það var komin desember. Og það var snjór. Narnía spurði hvert þær væru að fara, hann sagði að þau væru að fara til norðurpólsins.
En loksins lagði lestin að stað. Þegar hún var búin að aka í klukkutíma komu aðrir krakkar í klefann. Lilja og Narnía kynntu sig og krakkarnir sögðust heita Lárus, Aron, Brynja og Salvör. Lárus kom frá USA. Hann hafði unnnið ferð í súkkulaðileik. Aron og Salvör sögðust ver systkini og voru frá Kína, en þau voru samt ekkert mikið Kínverjar. Brynja var líka frá Íslandi.
Aron var yngstur og sofnaði fljótt, líka Hákon bróðir Lilju en þau eldri voru bara að tala saman. Svo kom kona inn og spurði hvort að þau væru ekki svöng, þau svöruðu játandi og pöntuðu sér mat. Lilja fékk sér fisk, Narnía McDonalds og allir hinir fengu sér KFC. Svo fóru þau að sofa. En næsta morgun er lestin í bólakafi. Þau fóru fram og fengu sér morgunmat. Þarna var sjónvarp og í sjónvarpinu var lestarstjórinn, hann segði að þau væru að fara til Norðurpólsins og þau mundu koma eftir viku. Þaðan mundu þau taka flug heim. En núna mundu nýjir krakkar koma í lestina. Þegar Lilja og krakkarnir komu í klefann sinn fóru Narnía, Salvör, Brynja og Lárus að spila en Aron og Hákon að lita.
Vikan leið mjög hratt og altaf bættust nýjir og nýjir krakkar við. Seinasta daginn var verið að syngja lagið skín í rauða skotthúfu, þá bilar lestin. Þá fara allir inní matsal. Þá segir skipstjórinn að allir verði að biðja til Guðs. Það tekst og lestin heldur aftur að stað en þá hrekkur Lilja upp af værum svefni.

takk fyrir mig :)
hola como estás