Jæja ég var hryllilega dugleg, tók niður síðasta jólaskrautið okkar þessi jólin, úti seríurnar.. úff.. bara leiðinlegt. Eins og það er nú fallegt að horfa á þetta í myrkrinu.
Þó svo að þrettándin hafi verið fyrir 3 dögum síðan þá sér mar ennþá jólaskraut hér og þar. Aðventuljós og jólaskraut í gluggum. útiseríurnar í öllu sínu veldi.
Hvenær finnst ykkur réttast að taka niður allt jólaskrautið? Og hvenær gerið þið það?
Mér finnst þetta alveg tímbært svona rétt eftir jólin, eitthvað í kringum 28-29 des.. Það eru ekkert meiri jól eftir það. Bara áramót!
Jæja Gleðilegt nýtt ár!