Halló allir og Gleðilega hátíð og árið :)

Jólin mín voru alls ekki einsog ég hafði planað þau.
Í fyrsta lagi fékk ég ekki að hafa börnin mín hjá mér.
Í öðru lagi fékk ég hita á þorláksmessu.
Í þriðja lagi fékk ég steptakokka-sýkingu ofan á hitann :(
Og í fjórða lagi gat ég ekki gefið manninum mínum gjöf :(

En ég hafði það náðugt veik og fín á Aðfangadagskvöld heima hjá tengdó og borðaði góðann mat þó ekki væri mikið.
Svo opnuðum við pakkana í rólegheitum og spjölluðum heilmikið.

Svo á Jóladag fengu krakkarnir að koma til okkar og við fórum í kakó og kökur um hádegi til tengdó og þá opnuðu þau alla sína pakka frá minni fjölskyldu og mannsins fjölskyldu.

Um kvöldið hélt litla systir sitt fyrsta jólamatarboð og kom þar öll mín fjölskylda sem búsett er á Akureyrinni.

Um áramótin fórum við svo tvö ein, ég og maðurinn minn, í mat til mömmu og horfðum svo á flugeldasýninguna þaðan.
Þaðan fórum við rétt uppúr miðnætti til að heilsa uppá börnin og kyssa þau og knúsa.

Eftir það var farið og heilsað uppá fjölskyldu mannsins og þaðan fórum við til vinafólks okkar. Með þeim fórum við svo á djamm og vorum ekki komin heim fyrr en um kl.8 um morgunin.
Ég skemmti mér svosem mjög vel enda ekki farið út um áramót í einhver ár.
En ég er búin að ákveða það að næstu jól og áramót verða börnin mín hjá mér. Því að fyrir mér eru engin jól sérstaklega ef börnin eru ekki hjá mér, enda er þetta þeirr hátið fyrst og fremst.