Jæja nú eru að koma áramót og ég er að spá……gerið þið áramótaheit? Það er mjög sniðugt ef maður vill gera eitthvað ákveðið t.d breyta einhverju í lífi sínu eða eitthvað þannig!!!
Það eru svo margir sem hætta að reykja eða fara í megrun eða eitthvað þess háttar….en mín pæling afhverju um áramót….ef þetta er eitthvað sem maður vill virkilega er þá nuðsynlegt að hafa eitthvað eins og áramótin til að hjálpa sér eða gerir fólk þetta bara af því að “allir” gera það?
Svo eru fyrirtæki nú fljót að finna inná þetta og auglýsa grimmt….til að halda áramótaheitið….fáðu þér Nicorette….osfrv.
Allavega þá fer ég á stað með góð fyrirheit….en held sjaldnast áramótaheitið :( nema kanski í nokkra daga
kveðja
harpajul
Kveðja