Hvernig stendur á því að það eru ekki fundnir eitthverjir skemmtilegri leikarar með betri húmor til þess að leika og semja þetta blessaða skaup okkar.
Skaupið var alltaf stór hluti skemmtunar minnar á gamlárskvöldi hér áður fyrr. En núna liggur við að það sé skemmtilegra að horfa á Áramótafrumvarp Davíðs Oddsonar eða eitthvað þvíumlíkt.
Við höfum alltaf verið úti að sprengja eða stara á flugvelda frá því að maturinn er búin og þar til skaupið ætti að fara að byrja, Þá er brunað heim, videotækið sett á upptöku og allir út aftur.
Ég efast um að það verði gert aftur þessi áramót.
Skaupið á sennilegast eftir að snúast bara um Árna Johnsen og hans skandal.. æðislegt..
Ætli það verði ekki álíka glatað og þessi budduverðlaunahúmor..
Hvernig væri að fá gamla góða húmorinn aftur!
Annars sá ég áramótaskaup sem Hljómsveitin Buff gerði og mar er ennþá að rifja upp brandarana úr því.. Þvílík snilld!
Það get ég horft á það aftur og aftur, á meðan ég nenni ekki einu sinni að horfa einu sinni á nýju skaupinn.