Hvernig er það, skjótið þiðupp miklu um áramótin? Haldiði á blysunum ykkar og fleira dóteríi?
Einu sinni þegar ég var nú ung hnáta, þá spurði ég pabba minn hvort ég mætti halda á svona blysgaur á meðan hann væri í gangi, pabbi hélt nú ekki.. Þessu yrði bara stungið í jörðina og við gætum fylgst með því þannig.. En ég gafst ekki upp, suðaði meira.. og loks leyfði pabbi mér það.. Hann rétti mér blysið var að fara að kveikja þegar hann skyndilega skifti um skoðun. Svo ég lítið hress reyndi að sætta mig við það að þurfa að horfa á blysið mitt úr fjarska. Pabbi kveikir í því.. kveikiþráðurinn brennur upp og *BANG!!* blysið var gallað og það SPRAKK!! ég væri nú sennilega alveg nokkrum fingrunum færri hefði ég komist upp með frekjuna í mér.. Svo í guðanna bænum ekki leyfa krökkunum ykkar að halda á þessum standblysum, það er ástæða fyrir því að þetta heita STANDblys.
Einnig vil ég brýna fyrir ykkur að klæða ykkur og börnin ykkar vel. Bróðir minn fékk einu sinni flugvelda inn á sig, sem skildi eftir ansi nett ör. Hefði orðið mun stærra ef pabbi hefði ekki rokið inná drenginn,sótt flugveldann sem boraði sig inní hálsinn á bróðirmínum og fleygt þessum flugvelda í burtu.
Passið líka að vera ekki klædd í föt sem brenna auðveldlega því “af litlum neista verður mikið bál” eða hvernig sem það hljómaði.

Jæja sendið endilega inn eitthvað áramótadæmi
:)