Ég er oft búin að vera að velta fyrir mér hvenær rétt er að segja Gleðileg jól.

Afi minn heitinn var alltaf hjá okkur á jólunum í gamla daga og hann sagði að það ætti að segja Gleðileg jól á jóladag en ekki á aðfangadag, því að aðfangadagur er (samkvæmt orðabók) dagurinn fyrir hátíðisdag, einkum jóladag.

Svo ég ólst upp við það að segja Gleðileg jól á jóladag.

Núna 2 síðustu jól þá hef ég verið hjá kærasta mínum og tengdaforeldrum mínum yfir jólin því foreldrar mínir hafa farið til útlanda og á þeim bæ tíðkast að segja Gleðileg jól á aðfangadag.

Hjá okkur er náttúrulega aðal jóladagurinn aðfangadagur en samt er það tæknilega séð dagurinn fyrir jól..

*klór í haus*

æ ég veit ekki…

Hvað finnst ykkur um þetta ?