Ég var að koma heim af flugvellinum þar sem ég er búin að eyða uþb 1,5 tíma í að bíða eftir að flogið yrði til Akureyrar. Endaði með því að öllu flugi til og frá Akureyri var aflýst, vinsamlegast athugið kl 6:45 hvort farið verði á morgun. Hvað á maður að gera ef það verður ekki flogið norður á morgun? Á ég að eyða jólunum alein í Reykjavík, borða jólamat hjá hernum og fara svo alein og ógeðslega einmana heim að sofa.. vakna á jóladag og hafa ekkert að gera. Á þorláksmessu heima hjá mér er alltaf haldið í nokkrar hefðir. Ég og pabbi förum í bæinn og kaupum jólagjöf handa mömmu, jólatréð er skreytt, síðustu pökkunum er komið í pappír og klárað er að skreyta húsið og setja allt í stand fyrir morgundaginn.. aðfangadag.
Fyrir mig skiptir þorláksmessa með fjölskyldunni liggur við meira máli heldur en jólin sjálf!

Eins gott að það verði þá flogið heim á morgun! Ömurlegt að þurfa að hírast aleinn einhversstaðar.

Jólakveðjur,
Corta :(