Skata á Þorláksmessu? Aldrei hef ég getað skilið fólk sem borðar skötu. Mér hryllir bara við lyktini af henni. Bjó einu sinni í blokk.. og þá var ekki líft inní íbúðinni okkar vegna þess að helmingur íbúanna í húsinu varað sjóða sér Skötu. Nú hinsvegar erum við með sérinngang og flotterí og er ég alveg laus við þetta hér heima.. en hverfið mitt samt angar :( En það er engin að biðja mig um að hanga úti svo ég get flúið lyktina inn ;)

Ég er svo heppin með mína fjölskyldu að engin þeirra borðar skötu svo við hittumst alltaf Pabbi og bræður hans og fjölskyldur þeirra heima hjá Frænku (móðursystir pabba) og fáum okkur Kjötsúpu. Það er búið að vera hefð í alveg nokkuð langan tíma. Þegar ég var yngri gistum við alltaf yngstu krakkarnir hjá henni nóttina 22 og svo var kjötsúpan og svo jólaföndur eftir mat.
ahh það eru svona dæmi sem láta mann hlakka ennþá meira til jólanna.. Gömlu góðu hefðirnar :)
Hvernig eru annars þorláksmessurnar ykkar?
Skata eða eitthvað annað?