Hvar eru gömlu góðu jólaauglýsingarnar ég nú bara spyr?
Nú er ég stórt auglýsingafan. og Mér finnst sorglegt
hversu leiðinlegar auglýsingarnar eru orðnar í dag.
Hver man ekki eftir gömlu góðu svala auglýsingunni Þar
sem Jólasveinnin er að læðast til að setja í skóinn hjá
stelpunni og svo þegar hann er búin þá stelst stelpan
til að kikja
“Senn kemur Jólasveininn
Senn koma jól
Senn kemur líka
Svaaali frá Sól!”

Og þarna “Jólagjöfin mín fæst í Magasín!”
Núna snúast auglýsingarnar aðalega um Jólamatinn “Það
jafnast engin hamborgarahryggur á við Nóatúns
hamborgarahrygginn”

Smáralindarauglýsingarnar eru bara um Jólasveinana á
æfingu, sé ekki alveg hvernig það kemur Smáralindinni
við.
Ikea auglýsingin og Tuborg auglýsingin eru jú nokkuð
góðar..
Rautt auglýsingin er hræðileg.. Eitthver miðaldra
skegglaus gaur sem segist vera jólasveinninn.. og á
eitthverja hræunga vel vaxna konu.. Talar svo um að
þegar eitt af hreyndýrunum hans veikist þurfi hann að
nota strút í staðinn..
Það eina jólalega við þessa auglýsingu er húfan hans og
“föt” stelpunnar.. Og sem betur fer er þetta á
ensku… Það væri ekki sniðugt ef litlir krakkar fari
að trúa því að jólasveinninn sé eitthver svona gaur..
En það er jú til krakkar sem tala ensku hér á íslandi..
Það verður þá bara að skemma jólin svona fyrir þeim..

æ mig auma..