Ég verð bara að koma þessu út. Ég prufaði svoldið nýtt og skrítið í gær. Ég var orðin rosalega svangur og ætlaði bara að fá mér venjulega pylsu stoppaði á Borgarpylsum í skeifunni. En svo þegar ég kom þarna sagði hann mér frá Jólapylsu.
þá er pylsan með hangikjötsbragði. Það er ekki sett sinnep, tómatsósu eða ekki neitt af þessu
sem er á venjulegri pulsu heldur er sett kartöflumús, rauðkál og grænmetissósa á pylsuna. Ég hélt fyrst að þetta væri ógéðslegt en svo þegar ég smakkaði að þá er þetta bara géðveikt gott þú getur líka fengið jólaöl með, það er að segja Kók, malt og appelsín blöndu, maður kemst alveg í jólaskap með því að fá sér þetta. Og þetta fæst bara í Borgarpylsum í Skeifunni 5 fyrir framan krónuna.