ég var svona að pæla hver ykkar hefðuð keypt jóladagatal og einnig hvort það væri eitthvað úrval af jóladagatal því ég man bar eftir að það hafi fengist súkkulaðijóladagatal (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) á Íslandi.

Það vill nefnilega svo til að ég bý í Danmörku, nánar tiltekið í Suður-Jótlandi rétt hjá Þýskalandi og þegar ég fór til Þýskalands í seinni hluta nóvember þá sá ég tuborg jóladagatal (og náttúrulega keypti ég það) með 24 litlum dósum.

En málið með greininni er að spyrja ykkur hvernig jóladagatal fenguð þið ykkur þ.e.a.s. þau sem fengu annað en hið venjulega súkkulaðidagatal og þau sem yfir höfuð fengu jóladagatal.

E.s. Ég hef alltaf verið svolítið óþekkur svo ég kláraði dagatalið mitt þann fimmtánda ;)