Ég hvet alla til þess að versla hjá björgunarsveitunum eða hjá öðrum sem ágóðinn fer til góðgerðamála eða íþróttafélaga.

Alvöru flugeldar hafa verið að selja flugelda og mér finnst þeir svo mikil fífl. Kannski er þar eitthvað ódýrara en allavega eru ekki Alvöru flugeldar og aðrir einkaaðilar að koma að bjarga ykkur þegar þið eruð á milli lífs og dauða. En Alvöru flugeldar og aðrir einkaaðilar hafa verið að líkjast björgunarsveitunum mjög mikið og klæðast gjarnan rauðum búningum eins og björgunarsveitirnar. Þeir hafa verið með mjög lík skilti og plantað þeim beint fyrir framan skilti björgunarsveitanna. Og í sambandi við að líkjast eftir sá ég í bæklingi Alvöru flugelda að undir einni bombunni stendur “Miðnæturbomba” sem er svolítið líkt nafni á einni bombunni frá björgunarsveitunum en hún heitir: “Miðnæturbomban”.

Í þokkabót ætti nafnið hjá Alvöru flugeldum að vera frekar “drasl flugeldar” passar allavega miklu betur. Ég fékk bækling frá Alvöru flugeldum eins og flestir og skoðaði ég Risapakkann og síðan sá ég aðra auglýsingu frá þeim með mynd af risapakkanum og ef maður skoðaðar myndirnar eru aðeins mismunandi innihald í pakkanum. Í fyrra (áður en ég fattaði að Alvöru flugeldar eru mestu fífl í heimi) skoðaði ég líka bæklinginn og sá þennan Risapakka og fannst þetta mjög ódýrt miðað við hvað sýnt var að pakkinn innihélt og ég sá þá og núna að á myndinni af Risapakkanum að það inniheldur tertu sem kostar 7.600 kr en pakkinn kostar sjálfur 7.900, stenst þetta? Auðvitað stenst þetta ekki, þessi terta er ekki í pakkanum heldur eitthver drasl kaka og fullt, fullt af öðrum hlutum sem er sýnt vera í pakkanum í auglýsingum þeirra er í rauninni ekki í pakkanum. Ég er ekki viss en gæti þetta stangað við lög að það sé allt annað í pakkanum en er þeir auglýsa.

Og í eitt skipti fyrir allt ekki kaupa hjá Alvöru flugeldum og öðrum einkaaðilum, hættið þessari nýsku. Ég veit að flestir kaupa hjá björgunarsveitunum en lesið þessa grein áður en þið kaupið flugleda ef þið kaupið hjá Alvöru flugeldum og öðrum einkaaðilum.