Jólasveinninn var í vandræðum, álfarnir höfðu farið í verkfall og hann kunni ekki að gera leikföng sjálfur, sex dagar í jólin og aðeins fimtánþúsun tvöhundruð áttatíu og sex pakkar komnir. Álfarnir ætluðu að stofna sinn eigin buissness og gefa gjafirnar sjálfir, í staðin fyrir skítalaunin sem þeir fengu þarna fengu þeir peninginn bara sjálfir. Vandamálið var að HANN var jólasveinninn, hann hugsaði og hugsaði en datt ekkert í hug sem mögulega gæti hjálpað honum. En ekkert gekk.
Á meðan hjá álfunum var allt í fína lagi, aðeins nokkur tugi þúsund gjafa átti eftir að gera og búið var að ráða álfa sem sæu um að dreifa þeim, þeir yrðu einn á hvert land, ekki einn fyrir allan heiminn, eins og í gömlu fúlu vinnunni þeirra, launin höfðu verið lág og þeir urðu að borga matinn sjálfir með skítalaununum sínum. Þeir sem sáu um að gera tilraunir til að hjálpa til við þetta voru búnir að finna upp efni til að hrinda frá sér sótinni þegar álfarnir færu niður strompinn, annars áttu svo fáir strompa nú til dags að stundum urðu þeir að nota hurðina.
Þegar einn dagur var í jólin var mikið stress, tuttuguþúsund gjafir voru eftir og alltaf á þessum tíma var lengra matarhlé því allir voru með steikur í nesti. Stjórinn sat í illa lyktandi skrifstofunni sinni og var að tala við jólasveininn í símann.
,,Eins og mér sé ekki sama þó þú sért atvinnulaus um jólin?’’ sagði stjórinn, jólasveinninn andvarpaði í símann.
,,Mundu að ÉG er jólasveinninn og þið getið ekki bara breytt þessu sí svona.’’
,,Þú ættir að þakka okkur, núna getur þú rakað á þér fésið og farið að vinna alvöru vinnu, varstu ekki alltaf að kvarta undan exemi undir þessum skeggaflóka þínum?’’
,,Jú, en læknarnir, álfarnir, gáfu mér krem, það er farið núna, í bili að minnst kosti. Komiði bara aftur svikahrapparnir ykkar, það eru nú einu sinni jól’’ jólasveinninn reynir að halda ró sinni
,,Kemur ekki til mála!’’
,,Þið skiljið ekki, hvað ef krakkarnir vakna?’’
,,Þá stráum við svefndufti á þá svo þeir sofna, svo gleymskudufti og svo berum við þá í rúmið, þessir tilraunaálfar hafa sína kosti í sambandi við þetta. Auk þess þori ég að veðja að núna situr þú í sloppnum þínum, með heitt kakó við arinninn, letingjast eins og vanalega’’
,,Nei það er ekki satt’’ laug jólasveinninn
,,Jólasveinninn sjálfur farinn að ljúga?’’
,,Nei veistu það að…’’ þá skellti stjórinn á hann, þessi jólasveinn hafði aldrei verið neitt annað en sjálfselsk frekja, sem hélt að hann fengi allt sem hann vildi. Einn viðgerðaálfanna hrinti upp hurðinni, brosandi út að eyrum.
,,Við erum búin og álfarnir sem bera út pakkana eru lagðir af stað’’
Stjórinn var ánægður að heyra þetta, álfarnir sem báru út kæmu í síðasta lagi um miðnætti, þökk sé hraðskreiðum míní-flugvélum þeirra, hreindýr jólasveinsins voru eldgömul, sum með astma og vörtur í nefinu sem gerði þeim erfitt með andardrátt, auk þess var besta og kröftugasta hreindýrið, Rúdólf, dautt. Efnin sem fengu nefið til að lýsa var eitrað og drap hann á endanum.
Stjórinn kinkaði glaður kolli.
,,Frábært’’ hann setti fæturna upp á borðið, fékk sér sopa af tvöfalda esspressóinu og lagaði hárið örlítið, hann hafði lítið sofið eftir að hann sagði upp starfinu sem hreindýralæknir hjá jólasveininum og talaði við hina álfana, hann klóraði sér í oddmjóu eyranu, hallaði sér afturábak og hugsaði hvað þetta væri miklu betra.
Jólin yrðu eins og vanalega, jólasveinninn gæti fengið sér almennilega vinnu og sloppið við að borga himinháa reikningana fyrir stóru verksmiðjunni sem hann hafði ekki einu sinni efni á. Allir álfarnir voru miklu ánægðari og öllum leið betur nema sveinka og hreindýrunum sem hann þurfti sennilega að lóga.
Svo stóð hann á fætur, fór niður í matsal, það var hádeigi og því allir saman þar að borða.
,,Gleðileg jól!’’ kallaði hann yfir salinn og allir litu við og brostu, þarna var sá sem hafði gert líf þeirra margfalt betra.