Ég ákvað að setja inn smá jólaljóð. Þetta er nokkurnveginn á þann hátt sem að ég skynja jólin. Njótið vel.

————————–

Nú er vetur og orðið kalt.
Blómstrin eru löngu farin
en minning þeirra ekki.
Sólin felur sig bakvið skýin
þessa litlu stund sem að hún er.
Kuldinn nístir að tánum sem standa
framundan sænginni.
Ég dreg lappirnar að mér.
Glugginn sýnir snjókornin sem falla
sem falla svo ótt í desember.
Alveg eins og sprengjurnar falla
úr B-22 vélum stríðsherranna.
Við horfum á fögur jólaljósin
meðan bræður okkar horfa með hryllingi
á nágranna sína verða að dufti.
“Gleðileg jól” kveðum við í kór
meðan öskur barna og kvenna
óma annarstaðar vegna sprengnanna.
Maturinn er svo dýrlegur
við borðum og gleðjumst.
Rotturnar gleðjast annarsstaðar
vel grillað kjöt á þeirra borðum.
“Gleðileg jól, gleðileg jól” kveðum við
og gefum gjafir.
“Gleðileg jól” kveða kaupmennirnir
og telja peningana.
Gjafir okkar eru fínar og dýrar.
Gjafir bræðra okkar eru vesæld
hungur og sjúkdómar.
“Gleðileg jól allir saman”


——————————-