Einu sinni ári umturnast allur hinn svokallaði “kristni heimur” í því að halda upp á jólin, sem upphaflega voru tími kyrrðar og friðar.

Síðustu tíu ár hef ég einmitt mikið spáð og hugsað hvort jólin séu nokkuð tími friðar og kyrrðar.
Þetta er eiginlega alveg óþolandi tími, og er desember einhver mest stressandi og úttaugaðasti mánuður ársins. Í engum öðrum mánuði er meira að gera hjá hjálparstofnunum, sálfræðingum, læknum, lögreglu, slökkviliði og náttúrulega prestum en meiri hluti verkefna presta í desember fer ekki í að semja ræður og halda messur, heldur í að hjálpa fólki sem einhverja hluta vegna eiga um sárt að binda, og ýfa jólin upp þau sár svo illa að það fólk verður að leita sér hjálpar.

Er nokkur glæta í því að fólk er skuldum vafið í marga mánuði, til að geta borgað jólaskuldir, því auðvitað þurfti að kaupa margþúsund króna gjafir fyrir börnin, svo þau yrðu ekki að athlægi í skólanum, það þarf náttúrulega að kaupa okurálagt jólakjöt sem er margfalt dýrara nú en tveim mánuðum áður, og auðvitað þarf að kaupa nýtt parket, eða nýtt sjónvarp, svo hægt var að horfa á jóladagskrána, sem náttúrulega er enginn tími til því að, það þarf að leggja parketið náttúrulega, þrífa loftið, pússa gluggana að ógleymdu jólaglögginu og jólahlaðborðinu sem þarf að fara í.

Ekki er hægt að komast leiða sinna, því allir eru útúr stressaðir til að komast í Kringlunna eða, það nýjasta, Smáralind þar sem eru jól alla daga, hrikalegt helvíti, sölumennskan og yfirborskenndin eru svo hrikaleg að manni langar að æla á allt saman.
allir eiga að vera brosandi og happý, þótt margir eru það ekki, þá eiga þeir hinu sömu að brosa og þykjast að allt sé í lagi.

Nú kem ég að mínu uppáhaldi. En það er helv. kók jólalestin, hugsunin er að þetta apparat eigi vera jólalegt og yndislegt, og kannski á yfirborðinu er það það, en hvað liggur undir, ekkert annað en, neytendur eru fífl og með því að sjá trukka skreytta ljósum fari þeir og kaupi vöruna okkar. Meira segja lögin sem eru spiluð með þessari lest, eru ekki einu sinni “jólalög” heldur lög úr kók auglýsingum.

Vissulega er hægt að segja að jólin séu tilbreyting í svartasta skammdeginu, allt lýst upp jólaljósum, (hægt væri að skrifa endalaust um þessa öfga menn sem lýsa upp heilu göturnar og gera nágranna sína brjálaða með sínum miljónum “gífurlega jólalegu” ljósaperum, er nokkur munur á þessum öfgamönnum og þeim öfgamönnum sem eru mest í fréttum núna og eru kallaðir talibanar) en raunin er sú að fólk er meira þreytt eftir jólin en fyrir, ef ekki líkamlega, eftir parketlagnir og endalausan þeyting í búðir, þá andlega eftir allt stressið og áhyggjurnar sem fylgja jólunum.

Ég er ekki nærri því búinn að segja hug minn í sambandi við jólin, en held ég hætti núna, því hver nennir að lesa langa grein núna, þegar maður á eftir að þurrka af, finna jólaskrautið í geymslunni, baka smákökur, bóna bílinn (jólabónið jú nóv), skrifa jólakort, íhuga hvað maður á gefa hinum og þessum í jólagjöf, og svo náttúrulega má maður ekki hanga svona í vinnunni, verða að vinna meira svo maður eigi fyrir jólunum.

Til að allir verði ánægðir verður fólk að hætta þessari múgsefjun, spáið í hvernig páskarnir eru, þar er fólk afslappað og rólegt, fer í ferðalög í fríinu og nýtur lífsins, nema grey fólkið sem þarf að ferma, það er ein brjálun út af fyrir sig. Jólin ættu að vera eins og páskarnir, fólk að njóta frísins og njóta lífsins afslappað og rólegt.

Castro á Kúbu gerði það sem gera þurfti, hann bannaði jólin. Það þurfti jú að koma sykurreyrs uppskerunni í hús, eftir því sem árin liðu og kommúnustinn leið undir lok, þá linaðist kallinn og fólkið þar byrjaði að halda jól, en jólahald þar afslappað og fjörugt, veislur og skemmtun.

Kannski væri rétt að banna jól á Íslandi… ég styð það… Niður með jólin.

………