[Um Önnu Lísu,7 ára.Árið 1950]

Þorláksmessa.Ég horfi út um gluggan á háaloftinu,og sé alla krakkana í hinum húsunum borða ljúffengan mat.Ég sit hér ein meðan mamma og pabbi eru örugglega að kaupa meira vín ! Mér er svo kalt. Ég ætla bara að fara að sofa. Þegar ég er alveg að loka augunum heyri ég í mömmu og pabba. Já,þau eru aftur blindfull. Ég hleyp í felur,því þegar þau eru full er ég mjög hrædd við þau…en þau eru samt eiginlega alltaf svona..bara mig langar ekki að pabbi berji mig eins og hann gerði í gær.Svo ég sef bara á háaloftinu.

Ég opna augun,hleyp að glugganum og horfi út. Það er mjög mikill snjór úti,og ég tek sjalið mitt og hleyp út. Ég spyr alla ríku krakkana hvort að ég má nokkuð vera með. En auðvitað ekki. Ég var of subbuleg og skítug! Ég sný mér við og ætla að labba aftur heim,en þá er kastað snjóbolta á mig…og öðrum,og enn öðrum. Ég fann svo til að ég datt niður í ískaldan snjóinn.Þá kom strákur og rétti mér hjálparhönd. Ég spurði hvað hann héti,og hann sagði að hann héti Ólafur. Hann spurði mig ekki hvað ég héti,heldur hljóp heim til sín,því að mamma hans kallaði. Ég hljóp svo inn til mín. Mamma og pabbi voru farin eitthvert,svo ég fer bara aftur uppá háaloft,hugsaði ég.

Klukkan er orðin 18:00 og ég stari frá háaloftinu,í gluggan hjá Ólafi. Ég sé að hann á allavega almennilega fjölskyldu! Ég andvarpa og ætla að gera eins og ég gerði síðustu jól. Róta í kössunum sem eru hér á háaloftinu,að finna gjöf handa mér sjálfri. Ég var búin að róta mikið enn finn ekki neitt,svo ég gefst upp…algerlega. Ég er orðin svo þreytt að ég ætla bara að fara að sofa.

Næsta morgun vakna ég við að snjóbolta er kastað í rúðuna. Það er Ólafur,sem spyr hvort að ég nenni út að leika. Auðvitað vil ég það,hleyp niður,en steingleymi að auðvitað eru mamma og pabbi komin. En þau eru sofandi í stofunni. Ég hleyp út til Ólafs og við búum til snjókarl.Við lékum okkur alla daga saman,og ég varð aldrei leið..þangað til þennan morgun; Ég vakna og hleyp út,því Ólafur,var þar eins og venjulega. Hann er mjög hryggur að sjá,horfir beint í augun á mér og segir:,,Við erum að flytja. Langt í burtu. Ég veit ekki hvort við sjáumst aftur…'' Hann lýkur varla setningunni og hleypur burt,ég sé að hann þurrkar tárin. Það geri ég líka.

15 árum seinna.

Ég nenni ekki að eiga heima í þessum bæ. Ég ætla að flýja. Núna um jólin. Til Ameríku. Ég fer í skip.Ferðin tekur marga,marga daga. Þar til að nú komum við loks í höfnina. Ég tek litla farangurinn minn og leita að húsi til að vera í um jólin. Ég veit ekki hvernig ég á að tala ensku,en heyri ungan mann tala mitt tungumál. Ég fer til hans og spyr hvort að hann viti nokkuð um eitthvað hús,en hann segir að ég geti verið hjá honum um jólin,að ég geti bara verið í gestaherberginu. Ég þygg boðið. Mér fannst hann eitthvað kunnulegur.

Við förum heim til hans. Ég spyr um nafn.Mér er burgðið þegar hann segir að hann héti Ólafur. Ég spyr hvort að hann hafi átt heima í mínum heimabæ. Þá veit ég að þetta væri æskuvinur minn. Hann man ekki eftir mér…held ég. Jú..Hann spyr hvort að ég væri stelpan sem átti heima í litla tveggjahæða húsinu á horninu. Hann þekkir mig!hugsaði ég.Ég hjálpa honum að skreyta,því það var Þorláksmessa. Ég hef aldrei skreytt áður,en þetta er mjög fallegt.

Ég vakna. Það er aðfangadagur! Ég geri mig til og fer fram. Þar situr ólafur. Þessi dagur leið mjög hratt,en hér sit ég,búin að borða mig svo sadda af þessum mat. Ég var hjá honum þar til í Febrúar. Ég var ástfangin en þarf að snúa aftir heim. Ég átti ekki pening til að lifa hérna. Ég tók farangurinn minn og læt hann út. Ég sá ólaf og kveð hann. Hann varð rosalega skrýtinn á svipinn,og varð fölur.En hann fylgdi mér nú samt út á höfn. Það munar einu skrefi að ég komist um borð,þegar ólafur kallar á mig og segir mér að snúa aftur. Hann tekur upp hring,og sagðist ætla að gefa mér þetta um jólin fyrir 15 árum,en ef ég ætla að vera með honum alla ævi,þá þyrfti ég að taka hringinn,sem ég geri. Ég finn hamingjuna og jólaandann,þó að jólin séu löngu búin. Þó að hann er ekki ríkur,og þó að það sé Febrúar,kalla ég þetta Rík Jól.