Þegar þú hugsa um það af hverju höldum við jólin hvað er það sem kemur upp í huga þinn?

Persónulega eru mín jól til að eyða tíma með fjölskyldunni, ég er bara ánægð að fá löggilt frí í nokkra daga borða góðan mat og gleðja fólkið í kringum mig.

En margir tengja þetta við trú, og þá er Kristni líklega það sem fólki dettur helst í hug, jesú fæddist 25. Desember og veið erum að fagna því? Eða hvað, en af hverju voru þá haldin jól á meðan þjóðin okkar var heiðin, varla vorum við að fagna fæðingu sonar guðs sem við vissum ekki að væri til? Nei líklega ekki því fornu jólin sem flestar germenskar þjóðir héldu upp á voru ekki 25 des heldur fór dagsetningin eftir tunglinu. En það tíðkaðist á þessari jólahátíð að skreyta grenitré og borða svín, sem margir gera ennþá.

Síðan ef við færum okkur lengra aftur í tímann og skoðum hvaða hátíðar eru haldnar á þessum tíma eða hverjir voru fæddir á þessum degi og hvað þeir eiga sameiginlegt.

Horus sólarguð Egypta 3000f.k. fæddur 25. desember af hreynu meyjunni Isis Mary. Hann framkvæmdi kraftaverk og læknaði fólk. Byrjaði að kenna um 12 ára og lést 30 ára, hann var krossfestur og reis aftur á 3ja degi. Þetta hljómar alveg ótrúlega líkt Jesú, en síðan eru fleiri. Mithra 1200 f.k. guð í persíu fæddur 25. des. Krishna guð í Indlandi fæddur 25. des af hreinni mey, framkvæmdi kraftaverk og var með 12 lærlinga. Síðan 200 e.k. þá var Gríski guðinn Dianysus fæddur 25. desember hann átti það líka sameiginlegt að gera kraftarverk. Og til heiðurs þeirra allra voru haldnar fórnir eða annarskonar fögnuður 25. desember.

Svo maður spyr sig hver á þess jól eiginlega?

En afhverju 25 desember hvað er svona séstakt við hann? Til forna voru þessir guðir flest allir tengdir sólinni. Og það vill svo til að á morgni 25desember ef þú horfir upp í himininn sérðu Orionsbeltið, sem var áður þekkt sem 3 kings (vitringarnir 3) fara í beina línu við stjörnuna úr austri eða jólastjörnuna og benti þessar stjörnur á þann stað sem sólin kemur upp á þessum degi.

Ég mun hugsa mig 2 svar um áður en ég segi einhverju blásaklausu barni að við höldum jólin því þá á jesúbarnið afmæli. Mér finnst alveg nóg að blekkja þau með jólasveininum.
Diamonds arn´t forever….. Dragons are