Lögreglan í Póllandi fer í jólasveinabúning Fyrirmyndarökumenn í Póllandi geta átt von á því að verða stöðvaðir af lögregluþjónum í jólasveinabúningum sem gefa gjafir til þeirra sem eru varkárir í umferðinni. Átakið “Jólasveinn á veginum” er hugmynd sem kom upp meðal lögreglu í borginni Lodz og Szczecin og voanst þeir til með að með þessu nái þeir að auka öryggi á hættulegum hraðbrautum í Póllandi yfir jólatímann en um 500 manns látast að meðaltali í umferðinni í Póllandi á hverjum mánuði. Lögregla í jólasveinabúning hfur stöðvað góða ökumenn og gefið þeim ýsmar gjafir s.s. rúðusköfu og sælgæti fyrir börnin en slæmir ökumenn fá sekt í jólapappír.

lol (=
!!