Jól hjá Páli Það var runnið upp Þorláksmessukvöld, Palli sat einn úti í dimmu húsasundi í snjónum, ílla klæddur og blautur. Hann var eiginlega hættur að finna fyrir kuldanum því hann var búin að dúsa svo lengi einn úti í snjónum, á meðan sátu hinir krakkarnir inni og biðu eftir jólunum spennt. Hann hugsaði með sér hvort jólin yrðu eins og seinustu jól þegar mamma hans og pabbi skildu hann eftir úti á Aðalstræti, einn úti í kuldanum.

Palli ákvað að skríða inní ruslatunnu til að halda á sér hita og ná að sofna. Áður en hann náði að sofna velti hann því mikið fyrir sér hvort jólasveinninn væri búin að gleyma honum og afhverju mamma hans og pabbi höfðu skilið hann eftir. “Er ég virkilega svona leiðinlegur” heyrðist kallað úr íllalyktandi ruslatunnu. Palli náði aðeins að festa svefn í nokkrar klukkustundir en þá vaknaði hann við að ruslatunnu lokið var opnað og ógeðslegur poki með afgangi af skötuleifum var hent yfir hann. Hann var blautur og kaldur en fyrst og fremst sár og leiður, honum fannst sér væri hafnað af öllu og öllum.

Palli reyndi að ná svefni aftur en það var hægara sagt en gert í þessari vondu skötulykt, svo hann gafst upp og ákvað að koma sér út úr ruslatunnunni og fór út á Bæjartorg að reyna að betla pening fyrir mat. Það gekk nú ekkert rosa vel, en það var ein örlát gömul kona sem sá af sér einum hundrað kalli, eftir þrjár klukkustundir var hann búin að safna 137 krónum. Hann áttaði sig á því að þetta væri ekkert að ganga upp og ákvað að hætta þessu og finna sér eitthvað að borða.

Hann hugsaði mér sér að finna ódýrustu búðina til að hann gæti keypt sér sem mest. Hann byrjaði á að fara í Bónus, honum fannst þetta nú bara nokkuð ódýr búð, þannig hann fór og keypti sér einn epla Hi-C og tómat og svepp. Hann labbaði útúr búðinni og sast í búðartröppunum og bjó sig undir að opna svalafernuna, en skyndilega komu tveir drengir á hjólabrettum med sígarettu í munni, og tóku fernuna og hentu henni upp á búðarþakið, stöppuðu ofan á sveppinum og klíndu tómatinum í tættu fötin hans Palla. Palli var mjög reiður, hann var reiður út í strákanna, reiður út í mömmu sína og pabba af hafa skilið hann eftir, hann var reiður út í jólasveininn að hann hafi gleymt honum seinustu jól, og að lokum var hann reiður útí Guð fyrir að hann þurfti að lifa svona ömurlegu lífi.

Hann ákvað að þessi jól mundu ekki vera eins og seinustu jól, þegar hann drakk klakavatn úr tjörninni og borðaði grænmyglaða brauðafganga sem endurnar vildu ekki klukkan 6 á Aðfangadag. Þannig að hann hljóp inní Bónus og hirti með sér 2 kippur af malt dósum, bónusbrauði, skinku og osti. Á leiðinni út hljóp hann á lögregluþjón sem stöðvaði hann, lögreglan fór med hann á lögreglustöðina.

Hann spurði hann hverjir foreldar hans væru, en Palli sagðist ekki vita það, því þau skildu hann eftir úti seinustu jól. Lögregluþjónninn var ekki alveg að kaupa þetta og þegar hann ætlaði að halda ræðu um hversu alvarlegt það væri að ljúga að lögreglunni kom gjafmilda gamla konan inn á lögreglustöðina og spurði hvort þau hefðu séð köttinn hennar. Konan sá strákinn grátandi og spurði hann: “Hvað er að”?

Þá sagði hann henni að hann ætti ekki foreldra og ætti ekkert að borða eða húsaskjól um jólin. Gamla konan brást í grát, hún bað lögregluþjóninn um að fá að taka drenginn að sér.
Lögregluþjónninn sagði henni að hann væri líklega bara að reyna að sleppa við að foreldrar hans myndu vita af því að hann væri að stela. Konan sagði að hún hafði séð strákinn betla fyrir mat fyrr um daginn svo að það væri liklegt að hann væri að segja satt. Lögregluþjónninn sagði þá að hún mætti taka hann að sér að minnsta kosti þangað til að foreldar hans mundu finnast.

En sem betur fer fundust aldrei foreldrar Palla, og Palli lifði hamingjusamur hjá gömlu konunni þar sem eftir var.


“þessi saga á að taka þátt í jólasagnasamkeppninni”.