Þetta eru draumajólin mín. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur þegar þið lesið þetta:

Stórar flygsur af alvöru snjó fellur niður á laugarveginn þegar maður horfir á fólkið streyma stríðum straumum niður götuna í leit af jólagjöfum. Yfir kakóbollanum með extra rjóma og djöflatertunni heyrir maður John Lennon syngja sína fallegu rödd So this is Chrismas og horfir kvikindislega á fólkið fyrir utan í kulinu og veit að það verður erfitt fyrir þau að finna sér stað eins og maður sjálfur er með. Inná Te&Kaffi við gluggann í hlýjunni. Maður horfir hamgjusamur á ferðafélagann(í mínu tilfelli kærastinn, pabbi eða vinkona) og maður heyrir í Hallgrímskirkju klingja í fjarska.. Manni líður svo vel og jólaskraut er allt í kringum mann. Allur baðaður í semi jólafílingnum og nýbúinn að fá afmælispakkana(í mínu tilfelli) í þann mund að fá fleiri daginn eftir(ég er að yminda mer að þetta sé á Þorláksdag).

Ojæja! Þótt þetta sé alveg geðveikt kvikmyndalegt þá hef ég alltaf séð fyrir mér draumajólin svona:) Eða frekar draumaþorláksdag:)
, og samt ekki.