Jólalagatextar Hérna er samansafn af mínum uppáhalds jólalögum :D

Jólasveinar einn og átta


Jólasveinar einn og átta
ofan komu af fjöllunum.
Í fyrrakvöldið þá fór ég að hátta
Þeir fundu hann Jón á Völlunum

Ísleif hittu þeir utan gátta
og ætluðu að færa hann tröllunum,
en hann beiddist af þeim sátta
óvægustu körlunum.
-og þá var hringt öllum jólabjöllunum.

Bjart er yfir Betlehem

Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna.
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.

Var hún áður vitringum
vegaljósið skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa, kæra.

Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.

Barni gjafir báru þeir.
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir,
lofgjörð drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna,
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna.

Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og snéri sér í hring

Í skóginum stóð kofi einn


Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggan jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn.
“Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!”
“Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.”