Þetta er jólaritgerð sem ég gerði í skólanum, og þegar ég las þetta þá sprungu allir úr hlátri :P


Hneyksli?

Ég bókstaflega hata jólin, ykkur bregður kannski, en þetta er allveg skynsamleg tilfinning ef maður sér rétta mynd jólanna: Gleði og kærleik. Ég ætla í þessari ritgerð að tala um þessa gagnstæðu hluti jólanna, því það gerir það enginn, af hverju er það? Enginn veit, því jólin eru hátíð ljóss og friðar, því þann 25. dag desembermánuðar árið 0 einfaldlega, var frelsari oss fæddur.

Jólatré eru eitt af helstu “táknum” jólanna, grenitré eða barrtré sem stinga mann. Ég ætla að segja ykkur undirstöðuatriði útlits jólatrjáa, bara ef þið skilduð rekast einhverntímann á þau á röltinu. Þau eru græn, þótt villandi nöfn gefa eitthvað annað til kynna, þá eru þau alltaf græn, ég meina það, þótt einhver barrtrjánna heitir blágreni, þá eru þau ekki blá á litinn. Þau eru eins og þríhyrningur í laginu, þykk neðst og uppmjó efst, bara svo það sé hægt að troða fullt af pökkum undir það, ég veit nú bara ef satt skal segja harla mikið um jólatré, nema þetta sem ég var að segja áðan.

Maturinn á jólunum er voða yndislegur og kósý, en einhvernveginn hefur tekist að skemma það hjá sumum, alltaf sami leiðinlegi maturinn, af hverju er ekki bara hægt að setja ost og brauð á borð og segja gjöri þið svo vel? Nú, af því að það er allt of leiðinlegt fyrir flesta, og svo get ég ekki kvartað neitt yfir jólamatnum, mér finnst hann bara svo ákaflega leiðinlegur orðinn.

Það sem nú kemur, er hreint helvíti, af hverju ekki bara að gefa ást á jólunum, það þarf auðvitað að hafa jólapakka. Jólapakkar eru mjög svo skemmtilegir, gaman að rífa utanaf þeim og þannig, en innihaldið? Er meira vit í innihaldinu heldur en jólakortið sem oftast inniheldur hjartnæmar jólakveður af hinu betra, innihaldið skiptir kannski meira máli fyrir litlu krúttin, sem oftast bíða eftirvæntingarfull við jólatréð, bara til að tékka á hvort þau fengu það sem þau vildu í jólagjöf.

Það sem er verra heldur en organdi lítil börn eru jólasveinar. Af hverju jólasveinar? Af því að jólasveinar gera litlu organdi börnin snarvitlaus. Gefa þeim nammi í skóinn og ekki nóg með það, litlu börnin verða ofvirk af namminu. Já, kannski eilítið farin af sporunum, Jólasveinar? Ég nenni ekki að fara að endurtaka sama bullið fyrir ykkur í sirka 10. skiptið þannig að ég ætla að vera frumleg, ég fann dálítið ljóð um hvað þeir hétu hérna fyrr.
Tífall og Tútur,
Baggi og Hnútur,
Rauður og Redda,
Steingrímur og Sledda,
sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið,
Bitahængir, Froðusleikir,
Gluggagægir og Syrjusleikir.

Svo er snjórinn yndislegi næst, þvílík dýrð, en líka svo kaldur og blautur. Mér finnst ekkert betra en nýfannaður sjór- inni í stofu, og mér finnst heldur ekkert betra en að liggja í rúminu allann daginn að sofa- já, í draumum mínum. Nei, mér finnst snjór frekar ágætur, ef maður sleppir kuldanum og bleytunni og snjókomunni og bara fær yfir 20° stiga hita, þá væri snjórinn það besta sem væri til, það er líka mjög gaman að leika sér í snjó. Ég er búin að finna orð um snjó sem er eins og að mig langar að hafa hann – hitabeltis-snjór, samt finnst mér mjög ólíklegt að það sé hægt að láta snjóa hitabeltis-snjó, en ég lifi í voninni.

Núna er ég búin að fjalla um fimm leiðinlega hluti, sem ég get vel talið af fingrum annarar handar. Jólahátíðin er án efa sú besta, þrátt fyrir marga fylgikvilla, og án efa er skemmtilegast að gefa gjafir, sjá svipinn á fólkinu sem fær þær. Vona að þið hafið skemmt ykkur við að hlusta- Verið þið sæl.


Kristjana Erla Björnsdótti