Jól hjá Ammendrup fjölskyldunni! jæja þetta er sem sagt lýsing á jólunum mínum ;]

Allavega við byrjum, formlega, jólastemmingunna í byrjun desember. Setjum upp skrautið og ég skreyti ævinlega mest í herbiginu mínu. Á hverjum sunnudegi kveikjum við á aðventu kerti og eigum notalegastund saman, bara 3 ég, bróðir minn og pabbi minn. Fram að jólum eru mörg boð, þá sérstaklega afmælisboð. Við dundum okkur við að gera jólakort og senda til vina og ættingja. Ég sem á afmæli 6 dögum fyrir jól, þarf að kaupa gjafirnará þessum 6 dögum sem getur verið svolítið vesen. Síðan fer ég stundum til systur minnar með öðrum bróður mínum og fleirum að púsla. Það er þvílík stemming ;)

Allavega á aðfangadegi jóla vöknum við rétt fyrir hádegi. Við búum til eplaskyr sem er alveg rosalega gott. Síðan förum við uppí kirkjugarð. Þegar það er búið förum við heim og gerum okkur til fyrir veislu hjá ömmu og frændfólki hennar, það er sem sagt alltaf stórt boð hjá okkur. Þegar við erum búin að gera okkur til þá skoðum við saman öll póst kortin til skiptis. Þegar það er svo búið keyrum við til ömmu minnar. Við komum rétt fyrir 6 og þá safnast allir saman í stofunni. Fullorðna fólkið með freyðivín og krakkarnir með sprite eða eplasíter. Síðan er stillt á rás2 og hlustað á þarna “klukkan er 6, gleðileg jól.” Þegar það er sagt skála allir glösunum og óska hver öðrum gleðilegra jóla. Eftir þetta er maturinn borin á borðið og svo er sest til borðs og allir byrja að borða. Það er venjulega Hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, grænmeti, rósakál, anjósur, rauðkál, brún sósa og margt fleyra meðlæti, sema sagt eitthvað fyrir alla. Þegar þessari máltíð er lokið þá er maturinn tekinn af borðum og allir bíða spenntir eftir því að það sé búið að vaska upp. Þegar það er loksins búið þá er gengið í kringum jólatréð fyrir yngstu börninn. Síðan setjast allir niður í stofunni. Svo eru við “ungmenninn” sem lítum á pakkana og lesum á kortin og færum til réttra aðilla. Svo setjumst við og það er ævinleg regla að þeir yngstu byrja. Svo fer þetta koll frá kolli og það er horft á aðra meðan þau taka uppúr pökkunum. Eftir þetta standa flestir upp og skoða gjafirnar eða tala við aðra.

Þetta eru alveg yndisleg jól og ég fæ alveg gæsahúð á því að skrifa þetta ;) en svona eru jólin mín annaðhvert ár (hin jólin er ég hjá mömmu)
Deyr fé, deyja frændur,