Jólasaga Ég ætla að segja frá jólasögu sem ég skrifa jafnóðum og ég sem, mig langaði að skrifa jólasögu svo nú ætla ég að slá til og semja…


Það var orðið dimmt úti og snjónum kingdi niður, það var jólakvöld.
María beið spennt eftir jólunum sem hún hafði hlakkað til allt árið, Hún var mikið jólabarn og jólin voru hennar uppáhaldshátíð, María hafði músabrúnt hár og skærblá augu.
Nú kom loksins matur og öll fjölskylda hennar settist niður til að borða- Amma og afi, mamma og pabbi, systkyn Maríu- Gunnar og Pétur. Hátíðarsteming var í loftinu og svínakjöt var á borðum.
Þannig var það að ekki voru þessi jól eins skemtileg og önnur jól hjá þeim- Smári, stóri páfagaukurinn hennar Maríu var eitthvað slappur, allir við borðið voru frekar glaðlegir nema María af því að hún var hrædd um að missa páfagaukinn sinn sem hún hafði átt síðan hún mundi eftir sér, reyndar fékk hún Smára í skírnargjöf frá ömmu og afa- við lítinn fögnuð mömmu og pabba.
Þau voru nú búin að borða og settust inn í stofu til að byrja að opna pakkana, allir með eftirvæntingarsvip á andlitinu, Gunnar gekk að glæsilega jólatrénu og tók fyrsta pakkann og las: “frá vini, til Maríu.
Þögn sló á hópinn, “var ekkert nafn á”? Spurði mamma, Gunnar svaraði því neitandi og sagði “ekkert nafn”.
María labbaði hægt að Gunnari, tók pakkann og opnaði hann hægt.
Inni í pakkanum var kassi - bara svona venjulegur kassi – og María opnaði kassann rólega, Inni í kassanum var lítill bréfmiði, á miðanum stóð “ég kveð þig nú”.
María sneri sér við að páfagauksbúrinu og sá sér til mikillar óánægju að Smári lá lífslaus á spæninum í botni búrsins. María hljóp út á sokkunum út í snjóinn og lét sig falla í mjúkann snjóinn, María lá þar og starði upp í loftið og snjókornin féllu mjúklega á kinnarnar á henni.
Eftir nokkrar mínútur í snjónum sá María ljós, skært ljós sem stefndi að henni, ljósið kom nær og nær, þegar ljósið var alveg upp við Maríu umbreyttist ljósið í fuglsandlit. Eftir því sem María sá var fuglinn Smári, Fuglinn sneri sér að henni og sagði við hana: “Ég var verndarengillinn þinn á jörðu, nú mun annar koma í minn stað, mundu að fyrsta dýrið sem þú sérð átt þú að taka inn til þín.” Fuglinn hvarf.
María leit snöggt í kringum sig og sá hálfdauðann músarunga, unginn leit út fyrir að hafa verið yfirgefinn og lá í snjónum nærri máttlaus. María gekk hægum skrefum að unganum og sagði við hann “Nú skal ég hjálpa þér Engill”. Hún hljóp inn með ungann (sem hún hafði í huganum nefnt Engill) og lagði hann á rúmið sitt, því næst náði hún í lagann kassa og bómull, litla skál með mjólk í og brauðsneið. Engill var hæstánægður og undi sér vel þar.
Mamma hennar var ekki mikið hrifin af hvíta englinum (unganum) en leyfði Maríu að halda honum vegna þess að hún var hrædd um að María tæki dauða Smára alvarlega.

Eftir þetta var Engill alltaf með Maríu og þau urðu góðir vinir og þegar hún horfði á sjónvarpið með popp í hönd kom Engill og nartaði í poppið hjá henni.


Svo, hvernig fannst?