Ég vil byrja með því að segja gleðileg jól til allra landsmanna.
Ég er alveg viss um að það þarf ekkert að lýsa hvernig það var á Íslandi um þessi jól en mér langar að lýsa jólunum á mínum slóðum og hvernig þessi jól 2004 voru hjá mér.
Á 21. desember fórum við í Tívolíið í Köben og þá komst ég fyrst í jólafílinginn mikla.
Ég kláraði að kaupa allar jólagjafirnar á Þorláksmessu og var helvíti ánægður með allt sem að ég keypti.
Ég vaknaði svo mjög snemma á aðfangadagsmorgni og var mjög spenntur. Spennan varði ekki lengi því að það rigndi hér í Malmö þar sem að ég bý.
Rigningin breyttist svo aðeins seinna í snjó og það snjóaði meira en ég hef lengi séð. Þetta var samt blautur snjór sem að vildi ekki festast svo vel á jörðinni og varð þess vegna soldið slabb.
Betra einhver snjór heldur en enginn.
Ég skreytti svo jólatréð og horfði aðeins á sjónvarpið og þá gekk tíminn allt of fljótt. Fyrr en varið var klukkan orðin 18:00 og matur bráðum (þá var klukkan 17:00 á Íslandi þannig að jólin komu fyrr hjá mér :D).
Við borðuðum svo dýrindis gæs með miklum auka kræsingum. Þegar klukkan var svo orðin 19:30 fórum við og náðum í alla pakkana og settum undir tréð. Þetta voru ótrúlega margir pakkar sem að þöktu það mesta af botninum á trénu.
Svo sátum við og opnuðum alla pakkana sem tók svo langann tíma að við tókum okkur pásu klukkan 22:30 og pakkarnir kláruðust svo eftir miðnæti.
Nú á ég fullt af nýju dóti eins og reyknistölvu sem ég þarf nauðsinlega í skólanum (útaf brautinni sem ég er á), Peysur, úlpur, geisladisk, batterýhlaðara, konfektkassa, spólur og margt fleira. Nú sit ég hér og prófa allt dótið mitt.
Ég vona að þið hafið haft eins gleðileg jól og ég.

Kv. StingerS