Ég ákvaða að skrifa smá grein um hvernig jólin eru yfirleitt hjá mér.

Ég ætla að byrja á Þorláksmessu.
Fyrir nokkrum árum gat maður alltaf eytt jólafríinu í að sofa og þá þurfti maður aldrei að hafa áhyggjur af neinu.
Á Þorláksmessu tók maður því bara rólega eins og alla hina dagana í jólafríinu.
Maður vaknaði seint og eyddi deginum að mestu leyti í að liggja upp í rúmi og glápa á video. Um kvöldmatarleyti var svo haldið heim til ömmu þar sem það var skata í matinn, síðar um kvöldið kom svo öll fjölskyldan saman og jólatréið var skreytt, pakkarnir látnir undir og allt var gert klárt fyrir stóra daginn.
Í dag upplifði ég mína fyrstu Þorláksmessu sem var ekki eins og venjulega, engin skata, ekkert jólatré skreytt.
Hverju er þetta að kenna?
Jújú, vinnunni maður.
Ég vaknaði um 10 leytið í morgun og rölti af staður niður í vinnu.
Það var skítakuldi úti einhverjar -14 gráður. Svo var maður að vinna alveg þangað til 22.
Ég hringi í mömmu og lét hana sækja mig, því ég nennti sko ekki að labba aftur út í skítakuldan. Hún gerði það og mig hlakkaði mikið til að fara að skreyta tréið.
Þegar ég kom heim brá mér heldur betur.
Það var búið að skreyta tréið.
Ég tók því samt ekkert alltof illa og hjálpaði til við að setja síðustu pakkana undir tréið.

Aðfangadagur.
Venjulega vaknaði maður alltaf einhverntíman um hádegisleyti, mamma byrjuð að elda rjúpurnar og maður komst ekki hjá því að finna vondu lyktina. ( Þess má geta að rjúpa er það besta sem er til )
Svo fór maður bara á fætur og síðan upp úr kaffileyti fór ég alltaf með pabba mínum með síðustu póstkortin.
Síðan uppúr 17:00 fór maður í sturtu og undirbjó sig undir matinn. Það er byrjað á möndlugrautnum og það er yfirleitt mikill slagur um hver fær möndluna á mínu heimili.
Svo er farið í aðalréttinn, þegar hann er búinn hjálpast öll fjölskyldan að við að vaska upp og svo er farið rólega í það að opna pakkana.
Þar sem ég kem úr frábærri fjölskyldu, þá fæ ég alltaf eitthvað sem mig langar í í jólagjöf.
Þar sem ég er ekki að vinna á morgun býst ég og vonast eftir að þessi aðfangadagur verði eins og venjulega, allavega get ég ekki beðið.

Ég ætla að enda á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! :)