Fyrir jólasagnasamkeppnina.

Björgun jólaandans

Vindurinn hvein í litla húsinu á Norðurpólunum, en inni stafaði hlýjuna frá eldinum í arninum. Fyrir framann arininn sat jólasveinninn í hægindastólnum síum og starði áhyggjufullur á svip inn í eldinn. Loks sagði hann við jólaálfana sína sem sátu allt í kringum hann, ,,Við verðum að finna leið til þess að minna mannsbörnin á hinn sanna jólaanda, annars opna þau bara gjafirnar og gleyma algerlega af hverju við höldum jól í fyrsta lagi. Það eru varla til börn lengur sem eru þakklát fyrir gjafirnar sínar, það eina sem þau gera er að rífa þær upp og verða svo vonsvikin yfir að hafa ekki fengið nákvæmlega það sem þau vildu. Við verðum að finna leið til þess að breiða boðskapinn um hinn sanna jólaanda út áður er aðfangadagur rennur upp. Það er komin þorláksmessa og enn höfum við ekki fundið neitt ráð. Gjafirnar eru tilbúnar en hvernig er hægt að gefa þær án þess að minna börn jafnt sem fullorðna á það til hvers þær eru?”
Þá reis einn jólaálfurinn á fætur og sagði, ,,Hvað ef við birtum auglýsingu í blaðinu?” og annar greip næstum fram í honum,
,,Við gætum skrifað bréf til þeirra allra.” Og enn annar sagði,
,,En hvað ef við þykjumst bara gleyma jólunum? Þá hljóta allir að fara að …”
,,Nei, nei og aftur nei.” Greip jólasveinninn fram í. Það lesa ekki allir blöðin og hvað duga bréf? Nei, það er aðeins eitt til ráða. Við verðum að hafa samband við galdrakallinn á Suður-pólnum. Hann hlýtur að kunna einhver ráð.” Jólaálfarnir gripu andann á lofti og einn sagði,
,,En hann er svo vondur! Honum hlýtur að vera sama um hinn sanna jólaanda!”
,,Við verðum samt að reyna,” svaraði jólasveinninn, ,,það er okkar eina von.”

Því varð úr að jólaálfarnir héldu af stað til suðurpólsins. Jólasveinninn fór ekki með því að hann gat ekki ferðast jafn hratt og jólaálfarnir og hann mátti aðeins stöðva tímann á jólánótt.
Ferðin tók þá innan við mínútu því að jólaálfar geta verið mjög snarir í snúningum þegar þeir þurfa þess. Þeir lentu á snjónum fyrir utan kofa galdrakallsins og forystuálfurinn barði að dyrum. Kom inn heyrðist sagt skrækróma röddu innan úr kofanum. Þeir opnuðu dyrnar og gengu inn í dimman kofann. Þar sat galdrakallinn og hrærði í stórum potti sem stóð í eldstæðinu.
,,Ah, jólaálfar. Ég hef búist við ykkur lengi,” Sagði skrækróma röddin þegar hann kom auga á þá. ,,Ég býst við að hinn háverðugi jólasveinn hafi sent ykkur, eða hvað?” Forystu álfurinn tók til máls,
,,Já, jólasveinninn sendi okkur til að spurja yður hvort þér gætuð hjálpað okkur að bjarga hinum sanna jólaanda. Mannsbörnin hafa algjörlega gleymt um hvað jólin snúast.”
,,Já,” svaraði galdrakallinn, ,,ég hef orðið var að mannsbörnin hugsa sífellt meira og meira um gjafirnar í stað þess að íhuga merkingu jólanna og finna hinn sanna jólaanda. Og ég er tilbúinn að hjálpa ykkur.” Hann opnaði skáp og dró út risastóran pott fullan af silfurlituðu dufti sem fékk á sig fjólubláan bjarma þegar birtan féll á það. ,,Í þessum potti er himnaduft sem hefur þann eiginleika að hver sá sem andar því að sér gleymir græðgi og eigingirni og hugsar í staðinn um að vera góður við fólkið í kringum sig. Það ætti að nægja til að framkalla jólandann, hvað segirðu um það álfsi?”
Jólaálfurinn stóðst freistinguna að segja galdrakallinum í hundraðasta skipti að þeir vildu ekki láta kalla sig álfsa, í staðinn hneigði hann sig fyrir honum, furðandi sig á því að þetta hafi verið svona auðvelt, og ætlaði að taka um haldfangið á pottinum.
,,Bíðið!” sagði galdrakallinn í viðvörunartón. ,,Það eru nokkur skilyrði. Í frysta lagi er málmurinn í þessum pott svo hættulegur jólaáfum að þeir deyja af því að snerta pottinn. Þið verðið því að taka hann upp á gólfmottunni og strekkja hana á milli ykkar til að ná fullkomnu jafnvægi og fljúga þannig með pottinn til Norðurpólsins. Í öðru lagi er það mjög mikilvægt að duftinu sé dreift jafnt um alla jörðina. Ef eitthvað af því dettur niður á leiðinni eða þið missið pottinn getið þið átt það á hættu að það verði svo mikið ójafnvægi í heiminum milli þeirra góðu og hjálpsömu og þeirra vondu og illgjörnu að heimurinn eyðileggi sjálfan sig. Gagni ykkur vel!”
Að svo búni heyrðist popp hljóð og galdrakallinn hvarf. En jólaálfarnir, alltaf reiðubúnir og samvinnuþýðir tóku allir í gólfmottuna og strekktu hana á milli sín þangað til að hún var flöt og hörð eins og viður og hófu sig til flugs í norður, en eins og þið hafið kannski rekið augun í er bara hægt að fara í norður þegar staðið er á suðurpólnum.
Í þetta sinn tók ferðin lengri tíma en jólaálfarnir náðu samt heim á norðurpólinn áður en klukkan sló miðnætti á aðfangadag. ,,Frábært,” sagði jólasveinninn og hrósaði litlu hjálparmönnum sínum mikið. ,,Þið hafið bjargað jólunum. Síðan tók jólasveinninn pottinn og gjafirnar, spennti hreindýrin fyrir sleðann, stöðvaði tímann og lagði af stað. Hann útdeildi gjöfunum og stráði örlítið af dufti yfir hvert hús og tók eftir því hvernig litlu andlitin brostu í svefni þegar þau fundu fyrir duftinu.
Þegar mannsbörnin vöknuðu á jóladag voru allir svo glaðir og ánægðir með gjafirnar sínar og svo hjálpsamir að jólasveinninn og jólaálfarnir brostu með sjálfum sér og hugsuðu, Við gátum það, við björguðum jólunum.