Fyrir jólasagnasamkeppnina

Gunnar kom dauðþreyttur heim að lokinni erfiðri vakt. Hann kom sér vel fyrir í uppáhaldsstólnum sínum og byrjaði að lesa morgunblaðsstaflann, sem stóð við hliðina á honum.

Skyndilega heyrði hann konu sína, Margréti, öskra:

,,GUNNAR!”

Gunnar kom eins og skot, en það nægði ekki eiginkonu hans:

,Af hverju komst þér ekki fyrr upp úr stólnum, til þess að hjálpa mér! Ég er búin að vera kalla á þig í að minnsta kosti fimm sekúndubrot! Gunnar reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér

,,Enn Margrét..”
,,Ekkert enn! Nú skaltu sko koma þér að verki! Það eru ekki nema þrír mánuðir til jóla! Ég er ekki einu sinni byrjuð á bakstrinum!” Kjökraði hún og sneri sér undan.

,,Enn Margrét”…byrjaði Gunnar aftur.

Rétt eins og síðast gagnaðist það honum ekki. Hann byrjaði því á jólaverkunum. Stuttu síðar, ekki nema kortér eftir ,,rifrildið” kom sjálfur óvætturinn í heimsókn, tengdamamma hans. Hann stirðnaði upp og flýtti sér að fela sig á bak við eldrauðu gardínurnar, sem áttu víst að vekja upp einhvern losta hjá fólki með hjónabandsvandamál.
Tengdamamma hans kom inn og tók strax eftir skónum hans sem sáust, vegna klaufaskapar, undan gardínum. Hún ákvað þó að hrella Gunnar greiðið og kallaði grimmdarlega:

,,MARGRÉT! ÞAÐ ER ELDUR Í GARDÍNUM!”

Gunnar stökk undir eins frá felustaðnum sínum og hoppaði upp og niður eins og brjálæðingur, til þess að slökkva gabbeldinn. Tengdamamma hló illivitnislega. Hann starði reiðilega á hana:

,,ÞETTA VAR EKKI FYNDIÐ!”
Hún var enn að hlægja þegar dóttir hennar kom fram og skildi hún hvorki upp né niður. Hún skammaði því vesling Gunnar, fyrir að vera fíflast. Móðir hennar útskýrði þá af hverju Gunnar hafði látið svona og hlógu þær þá báðar hryllingshlátri, rétt eins og tvær nornir. Gunnar starði skelfingu lostin á þær til skiptis, greip síðan útifötin sín og hraðaði sér út.
Er út var komið stundi hann og hugsaði með sér af hverju að hann ætti svona hroðalegt líf! Hann gekk niður á laugaveginn og sá sér til mikils léttist að ekki var búið að hengja upp jólaskrautið.
Af hverju þurft Margrét endilega að vera svona jólastresstípa. Þrír mánuðir til jóla, en samt lætur hún svona.
Hann gekk inn í litla, huggulega búð, sem hann hafði aldrei tekið eftir áður. Hún seldi smágerða skrautmuni, einskonar jólaskraut, en samt til daglegra nota. Hann tók upp einn muninn, sem var í laginu eins og górilla en öll silfurlituð, með rauða slaufu um mittið. Þetta var sérkennileg stytta, en samt falleg. En þá gerðist það. Gunnar skildi ekki hvað hafði gerst eða af hverju. ,,Górillan” fékk kannski eitt andartak, sjálfstæðan vilja og vildi ekki vera mínútu lengur hjá óhamingjumanninum. Allavega brotnaði styttan í þúsund mola er hún skall á hörðu steingólfinu. Gunnar fannst þetta vera eins með sjálfstraustið sitt.
Búðareigandinn kom á staðinn, er virtist áður en styttan skall á gólfinu. Hann greip hana samt ekki, þrátt fyrir að hafa orðið vitni af óhappinu. Gunnar starði enn einu sinni, en það var einn af hans verstu löstum. Búðareigandinn var kona. Ekki að það hafi komið honum úr jafnvægi á tíma femínismans og ekki heldur útlit hennar. Það var aðeins sú staðreynd, að hún hafði látið styttuna detta í gólfið, eins og til þess að veita honum útrás. Hún var jafnvel tilbúin með kúst og fægiskóflu og rétti honum orðalaust. Hann sópaði brotunum saman, hálf skömmustulegur á svipinn. Sjálf virtist hún ekkert vera leið yfir þessum missi. Er hann var búinn að sópa upp brotunum, tók hún við fægiskóflunni og henti afganginum í ruslið.
Síðan gekk hún aftur fyrir búðarborðið og spurði með silkimjúkri röddu, en af greinilegri einlægni:
,,Get ég aðstoðað?”
Þá áttaði Gunnar sig á því að hann var enn að stara á hana. Hann hristi höfuðið til að komast til sjálfs og það gerði hann jafnvel enn aulalegri.
Búðareigandinn hló þó ekki, heldur hélt áfram að brosa.

,,Nei…sko..ég var að…skoða”

,,Eða flýja undan rigningunni?”

Já…ha! Það var engin rigning! Held ég…
Gunnar efaðist alltaf um hugmyndir sjálfs sín, þökk sé konunni sinni.

Hún hló þá, en samt ekki eins og hýena. En þannig hló einmitt Margrét og fór það verulega í taugarnar á Gunnari. Sérstaklega á almannafæri eða í fjölmennum veislum. Nei, búðareigandinn hló létt, ekki ýkt.

,,Nei, ég var bara að stríða þér. Langflestir viðskipatavinir segja nefnilega alltaf annað hvort”.

,,Ó, svoleiðis.

,,Einmitt svoleiðis.”

,,En hérna… á ég ekki að borga fyrir styttuna sem ég braut?”

,,Nei, nei. Hún kom að betra gagni svona.”

,,Ha?”

,,Hún hafði engan tilgang, þar til þú braust hana”.
Þegar Gunnar skildi ekkert ennþá, hélt hún áfram með greinilegri þolinmæði.

,,Þér líður greinilega illa sálarlega og þú fékkst útrás við að brjóta þessa tilgangslausu styttu. Sem gaf henni í rauninni tilgang.”


Nú skildi Gunnar af hverju, hún hafði ekki stöðvað hann í að brjóta styttuna og jafnframt skildi hann orsök þess að hann gerði það.
Hún las hann eins og opna bók. Var hann virkilega svona einfaldur?

,,Bjóstu þú til þessa fallegu gripi?” Spurði hann til þess að skipta um umræðuefni og forðaðist að líta í augun á henni, þegar hann skoðaði sig um í búðinni.

,,Já, reyndar.”

Þar með var það úr sögunni.

Eftir stutta stund spurði hún:,,Ertu að leita að jólagjöf?”

,,Jólin eru nú ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Þetta var nú samt rétt ágiskun hjá þér.” Sagði Gunnar lágt, eins og við sjálfan.

,,Handa konunni? Það er víst alltaf erfiðasta jólagjöfin”.

,,Já”, sagði Gunnar hálf pirraður til samþykkis.

,,Hvað líkar henni best? Hvernig manneskja er hún?”

Hugsunarlaust svaraði Gunnar á þessa leið, á meðan hann skoðaði óvenjulega jólakúlu:

,,Hún hlær eins og hýena, er jólastresstípa og á hræðilega mömmu.”

,,Þig líkar greinilega ekki við hana, en elskarðu hana ekki samt?”

Það þyrmdi yfir Gunnar. Hann hafði ekki velt þessu fyrir sér í mörg ár. Hún var nú kona hans og þrátt fyrir gallana hafði hún ýmsa kosti, kosti sem hann hafði fallið fyrir 20 árum. Var enn aðeins með henni, vegna barnanna?

,,Gunnar?”

Þessi undarlega búðarkona, sem hann hafði giskað á að væri eigandinn, varð furðulegri með hverri mínútu sem leið.

,,Hvernig veistu hvað ég heiti?” Hann snarsneri sér við, þannig að engu munaði að hann hafði brotið annan hlut.

,,Manstu ekki eftir mér?”

Gunnar hristi höfuðið.

,,Við vorum saman í barnaskóla.”

Gunnar skildi ekkert enn.

,,Tinna tvinni”.

Þá áttaði hann sig loksins. Hann hafði verið leynilega skotin í henni í fyrsta til fjórða bekkjar. Þá hafði hún skyndilega flutt í burtu, út á land, skyldist honum. Þau höfðu verið albestu vinir, einnig leynilega.

,,Tinna tvinni! Eftir öll þessi ár! Hvar hefurðu eiginlega haldið þig?” Hann greip í höndina á henni og hristi hana ákaft.

Hún bauð honum kaffibolla, á skrifstofunni sinni, aftar í búðinni. Hennar alvöru nafn var Tinna Sif Bjarnadóttir. Gælunafnið hafði hún einfaldlega fengið vegna tinnusvarts hársins og hún hafði ávalt tvinna með sér. Hún hafði lítið breytts. Hárið var að vísu orðið mun lengra og gljáandi og hún var komin með linsur í staðs gleraugna. Krakkarnir höfðu hræðst hana, vegna undarlegs útlist og einstaka hæfileika til þess að valda uppnámi. Gömlu svörtu gleraugun hennar, héngu inn á skrifstofu og einnig hafði hún til gamans, geymt gömlu bekkjarmyndirnar, en aðeins frá fyrsta til fjórða bekkjar. Allavega sáust þær ekki inni á skrifstofunni. Sjálfsagt geymdi hún þær heima.
Þau voru alltaf allfremst á öllum myndunum, nema einni, vegna stærðar og Tinna skar sig rækilega úr, í marglituðu peysunni sinni. Á einni myndinni hafði hún ætlað sér að klæðast peysu með misstórum hringum, sem hafði dáleiðandi áhrif á alla þá á hana horfðu. Jafnvel ljósmyndarinn varð að hafa sig allan við, til þess að sofna ekki og að endingu var Tinna vinsamlegast beðin um að fara úr peysunni. Þar tók ekkert betra við. Peysa sem varð öll glitrandi vegna endurkast ljós. Úr sama efni og endurskinsmerki. Fyrst ekki var hægt að taka myndina í svarta myrki, skipaði ljósmyndarinn Tinnu að fara aftasta. Hún sést næstum ekkert á þeirri mynd, nema svartur kollurinn sem kom ljós á milli stærstu strákana í bekknum. Þetta var á síðasta árinu hennar.
Hún flutti ekki út á land, eins og hann hélt heldur til Danmerkur og átti heima þar í þrjú ár. 14 ára flutti hún heim aftur og byrjaði í Hvassaleitisskóla. Hún lauk síðan framhaldnámi úr MH. Nei, hún var ekki með neinum, en hafði verið að slá sér upp með einum bekkjarfélaga sínum úr MH, þar til hún stofnaði sig eigin rekstur. Gunnar var alfyrsti viðskiptavinur hennar, síðan hún opnaði fyrir mánuði. Þegar Gunnar hugsaði sig betur, skildi hann af hverju honum hafði komið í hug, gamla skólasystir sín, þegar hann hafði sé nafnið á búðinni: Hjá Tinnu Tvinna.
Þegar Tinna spurði hann um sína hagi, varð honum litið á klukkuna:,,Ónei! Hún er orðin svona margt! Margrét á eftir að kála mér!”

,,Margrét? Þessi sem var með okkur í bekk og var verst í nöp við mig?”

Gunnar kinkaði raunamæddur kolli.

,,Greiðið. Hérna gefðu henni þessa síðbúnu jólagjöf” Hún rétti honum óvenjulegu jólagjöfina og bætti við:,Smá sáttargjöf”.

Gunnar flýtti sér eins hratt og gat, að engu munaði að hann hefði brotið sjálfan sig, í allri hálkunni. Þrátt fyrir að það var aðeins komin Október var jólaveðrið byrjað að undirbúa sig. Það minnti hann óhugnalega mikið á jólastress Margrétar.
Þegar hann kom heim, var tengdamamma enn í heimsókn og það sem verra var, í uppáhaldshægindastólnum. Hann leit ekki einu sinni á hana, þegar hann strunsaði í áttina til eldhússins.

Margrét sat á bak við eldhúsborðið og reykti eins og henni væri borgaði fyrir það.

,,LOKSINS! Ég var að farast úr áhyggjum! Sagði hún í ásökunartónn, um leið og hún dreypti sígarettunni í öskubakkanum.

Gunnar sagði ekkert heldur rétti fram gjöfina hennar Tinnu, sem var vandlega innpökkuð og vel skreytt.

,,Til mín? Ó,Gunnar það er yndislegt!”
Síðan hrifsaði hún pakkann frekjulega til sín.

Þegar hún hafði ráðist á pakkann og komist að innihaldinu, mátti sjá vonbrigðasvip breiðast yfir andlitið.

,,Hvað er þetta?” Spurði hún og hélt kúlunni upp rétt eins og þetta væri eitthvert ógeð.

,,Jólakúla til hverdagslegra nota”, svaraði Gunnar hiklaust, en þannig hafði Tinna lýst þessu.

,,Jólakúla til hverdagslegra nota? Hvar fannstu eiginlega þetta….þetta…þennan hlut?”

,,Í nýrri búð á Laugaveginum. Ég hélt að þú yrði ánægð. Þú ert svoddan jólabarn.”

,,Jú, jú…ég er voða ánægð.” Hún þvingaði fram bros og spurði næstum því elskulega: ,, Í hvaða búð keypturu þetta?

Gunnar svaraði engu til að byrja með, þar til hún endurtók spurninguna en í þetta sinn með skipandi tóni.

,,Hjá Tinnu Tvinna”, svaraði hann loks og forðaðist að líta í augu konu sinnar.

Þegar hann loksins þorði að líta í augu konu sinnar, mátti sjá skelfinguna skína úr augunum á henni.

Honum dauðbrá. Þessum viðbrögðum hafði hann alls ekki búist við.

Hún stamaði:,,Tinn…Tinn..TINNU TVINNA!” Og síðustu orðin hálf öskraði hún með geðshræringu.

,,ERTU ORÐINN SNARVITLAUS! Þú hefur ekkert að gera með þesslags kvendi!” Hún var staðin upp og var orðin eldrauð í framan og hóstaði því næst reykingahósta. Hún var ekki vön að æsa sig alveg þetta mikið við Gunnar.

Hann starði á hana en breytti síðan um svip og varð reiður:,,Þér kemur það alls ekkert við með hverjum eða hverri ég er. Þú átt mig ekki!” Hann var alls kostar ekki vanur að segja það sem hann hugsaði við konu sína, með því að hafa hitt Tinnu óx eitthvað innra með honum. Það var til sársaukalaus útgönguleið úr þessu lífi.

Nú var komið að Margréti að stara og hún var enn að stara á hann þegar hann rauk aftur út.

Þegar í næðiskuldann var komið, byrjaði honum að líða undarlega. Honum leið vel. Hann brosti við tilhugsunina um að hann gæti virkilega verið ánægður með sig. Hann fór rakleitt aftur í búðina til Tinnu.
Mánuðirnir liðu og að það var alveg að koma að jólunum. Margrét og Gunnar höfðu ekki talast við síðan þennan örlagaríka dag og líkaði Gunnari það vel. Hann hafði hitt Tinnu nánast stanslaust allan þennan mánuð og hafði aldrei liðið eins vel. Það eina sem skyggði á gleðina hjá honum, var öll vinnan sem í vændum var um jólin. Tinna hafði líkað grátbeðið að hann að vera ekki að vinna um jólin. En hvað gat hann gert? Ekki gat hann hætt vinna og það sem var enn fjarstæðra, að biðja um frí. Hann lofaði því henni að koma á aðfangadagskvöld. Þá hafði hún beðið hann að lofa því að koma fyrir sexleytið. Hann lofaði því. Líklegast vildi hún vera með honum áður kirkjubjöllurnar myndu hringja inn jólin, hafði hann hugsað með sér.

,,Nei, hafði hún svarað líkt og hún gæti lesið hugsanirnar hans. ,,Það er vegna þess að þá fer ég.”

,,Hvert? Þú ert bara búin að vera hér í örfáa mánuði.”

Hún svaraði honum ekki, heldur sagði aðeins grafalvarleg sem var alls ekki hennar vani:,,Þú verður að koma fyrir sexleytið.”

Þessi orð hvíldu á honum eins og þungar byrðar sem hann var hníga undan. Þessi dulúð sem hafði ávallt verið um Tinnu, hafði verið eitt af því sem hafði ávallt verið svo heillandi við hana. Það var eins og hún væri einhver álfkona sem yrði að hverfa aftur inn í hólinn sinn. Hann hló að tilhugsuninni.

Vinnudagarnir siluðust áfram og hann gat ekki beðið eftir því að hitta Tinnu aftur.

Aðfangadagurinn rann upp og hann átti að vinna frá morgni til kvölds. Ætlunin hans var þó að læðast út rétt fyrir sexleytið, hitt Tinnu og stökkva svo að stað aftur til vinnunnar. Það var eins allt ætlaði að ganga eins og smurt, þar til klukkan varð fimm. Þá skyndilega byrjuðu klukkustundirnar að fljúga frá honum og hann fylgdist skelfingu lostin með flugi þeirra. Það var ekki fyrr en langt undir miðnætti, sem hann loksins komst úr vinnunni. Hann hljóp eins og óður maður niður Laugaveginn. Hann var ekki einn af þeim sem lagði það í vana sinn að hlaupa.
Hann hljóp eins og skrattinn væri á hlaupahjóli eftir honum, sem sagt ekki hratt og hvíldi sig á milli. Loks staðnæmdist hann fyrir framan, þar sem búðin hennar átti að vera. En hún var ekki þar. Í staðinn var kominn einhver húsgangverslun og í útstillingu í glugganum, svaf gamall maður í ruggustól. Þetta var friðsæl sjón. Verslun var auðvitað lokuð vegna jólanna.

Hann trúði þessu ekki, hann hafði ekki verið þarna lengra síðan en í gær. Hvernig gat hann farið að því að villast á stað sem hann er búin að fjölmörgum mánuðum á. Hann hélt daufur í dálkinn áfram Laugarveginn, þar til hann var búin ganga hann allan. Þá gafst hann loksins upp og sneri niðurlútur til baka til eiginkonu sinnar. Hann mundi ekki eftir öðru eins aðfangadagskvöldi, síðan hann mundi eftir sér. Ekki einu sinni seinni árin í sambúð með Margréti var jafn ömurlegt og þetta kvöld.

Margrét beið eftir honum í dyrunum og horfði á hann með undarlegri samúð.

,,Hún er horfin, ekki satt?”

Gunnar starði á hana steinilostinn. Átti hún þátt í þessu, hugsaði hann með sér og tilhugsunin um það, gerði hann fokreiðann.

,Ég beið eftir þessu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún hverfur.”

,,Hvað áttu við?”

,,Nú, hún yfirgaf þig nú í barnaskólanum, ekki satt?”

,,Jú, en þá flutti hún af landi brott.”

,,Hún flutti bara vegna þess að þú, neyddir hana til þess.” Hún tók sér málpásu, til þess að gera orðin sín áhrifaríkari.:,,Þú varstu hættur að sinna henni og fórst að taka eftir mér.”

,,Það varst nú þú, sem tókst þá ákvörðun. Ég vildi vera með Tinnu.”

,,Skilurðu ekki, að þetta hefði aldrei getað gengið upp. Tinna er bara til í ímyndun þinni.”

Gunnar varð algjörlega orðlaus. Hann átti ekki til orð til þess að lýsa þessum hryllingi.

,,Hún var einungis til staðar til þess að uppfylla þetta tómarúm innan í þér. Eins og þegar þú fannst eins og enginn skildi þig í grunnskóla. Að enginn vildi vera með þér.”

,,En…en…en”

,,Þú bjóst hana til.”

,,En…en…en”

,,Ég man hvað mér fannst þú vera skrýtinn í grunnskóla, þegar þú kynnti fyrir mér ósýnilega vinn þinn. Helsti gallinn var þó að þú kynntir hana ekki sem slík. Þú sagðir einfaldlega:,,Þetta er hún Tinna Tvinni.” Síðar meir þróaðir þú persónuna, gafst henni fullt nafn og að lokum persónuleika. Þú gerðir hana nákvæmlega eins og þú óskaðir þér að þú værir. Uppfull af sjálftrausti og þorði að framkvæma hlutina. Fannst þér það virkilega aldrei skrýtið, að enginn á öllu landi bæri þetta nafn, Tinna á þessum tíma? Nei, þér fannst það bara vera svo frumlegt og skemmtilegt nafn og bjóst það þess vegna til. Seinna gleymdirðu því, að þú værir í rauninni frumkvöðullinn að þessu nafni, þegar það barst hingað til lands. Þú hefur lifað í blekkingu.”

Þá tók Gunnar eftir, að Margrét hélt á gjöfinni sem Tinna hafði búið til. Við nánari skoðun var þetta alls ekki jólakúla til hvers dagslegra nota, heldur sælgætispappírar sem höfðu verið vöndlaðir saman í eina stóra marglita kúlu. Gunnar varð enn orðlausari.

Margrét gekk með gjöfina að vaskinum og setti hana í ruslakvörnina. Gunnar fylgdist með þar sem sælgætispappírarnir tættust og fannst eins vera um hjartað í sér.
Rosa Novella