Jólatréið, jólagjafir, jólamaturinn, jólaskrautið og jafnvel jólalögin eru hlutir sem skipta flest okkar máli um jólin. Hjá sumum eru ýmsar hefðir í kringum jólin en hjá öðrum skiptir þetta minna máli. Hver kannast ekki við að hafa heyrt “ummh” þetta er gott, þegar fólk lætur ofan í sig hin mesta óþvera en hann mynnir þau á jólin þegar þau voru börn og það er það sem geri óþveran góðan. Minningin um góða tíma hefur oft töluverð áhrif á okkur og þess vegna myndast oft hefðir hjá fólki í kringum jólin, við eigum það líka til að vera kröfuhörð og viljum hafa hlutina svona og nákvæmlega svona um jólin því annars eru eingin jól.

Sjálfur hef ég viljað halda í ákveðnar hefðir þegar kemur að jólunum, ég vil til dæmis geta fengið mér kakó og smákökur á jóladag og þó ég svo oriðnn 22 finnst mér ekki verra að sjá eina góða jólateiknimynd með kræsingunum á jóladagsmorgun. Ég vil helst ekki miklar breytingar um jólin, vill bara halda í þau eins og þau voru í fyrra og árið þar á undan. Þrátt fyrir íhaldssemi mína um jólin sé ég fram á að þessi jól eiga eftir að verða auðruvísi en þau fyrri, jólastemingin sem oftast hefur gripið mig í byrjun desember er bara ekki til staðar þó svo flest virðist stefna í að verða eins og önnur jól. Skýringin er einföld snemma í sumar kvaddi góður kuningi og vinur þennan heim eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi og seina þetta örlagaríka sumar dó annar ungur maður er ég hafði frekar nýlega kynnst. Eftir slíka atburði lítur maður lífið öðrum augum og sú tilfininga að vera ungur og ósigrandi dvínar. Maður kemst ekki frá því að velta því fyrir sér hvernig jólin eru hjá þeim fjölskyldum sem misst hafa ástvin í blóma lífsins, ætli jólatréið eða gjafirnar skipti miklu máli á þeim heimilum eða er það sorgin, samheldnin eða jólakærleikurinn og friðurinn sem ræður ríkjum. Ég veit að persónulega munu verða blandnar tilfiningar hjá mér þetta ár, ég á eftir að sakna þess að eiga samtal við góðan vin og sjá eftir því að fá ekki að kynnast öðrum betur.

Kæru lesendur, jólin eru ekki gjafirnar eða maturinn sem við fáum, jólin eru fólkið sem við eyðum þeim með og jafnvel sú litla von um frið með okkur þegar við hugsum um þá sem ekki eru með okkur í dag. Fyrir mitt leiti verða jólin aldrei eins, hefðirnar hætta að snúast um hlutina sem skapa þær, en fólkið sem maður upplifir þær með fer að skipta mann meira máli. Jólagjöfin í ár mun því ekki fást í BT né Hagkaup, besta jólagjöfin mín í ár verður að vera heima í faðmi fjölskyldunar. Gleymum svo ekki að líta af og til upp úr öllum jólahamsinum og stresinu og bara brosa til hvors annars því eins og allir vita getur eitt bros dimmu í dagsljós breytt.

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.