Í Hafnarfirði er Jólaþorp og það byrjaði í fyrra.. Nú er jólaþorpið í miðbænum eins og seinast og eiginlega hliðin á Firðinum.

Það eru sölubásar og þar er fólk að selja allskyns dóterí t.d. nammi og heitt kakó, jólakúlur, styttur o.fl.

Svo er þarna svið og fallegt jólatré og það hafa komið Nylon, Birta og Bárður, Margrét Eir o.fl.

Jólasveinninn kemur líka ég held á hverjum degi, svo er alltaf skemmtileg jólatónlist spiluð.

Ég hef farið og daginn sem ég fór voru Ólafur Ragnar (forsetinn fyrir þá sem vita ekki) og Dorrit. Þau gengu og skoðuðu.

Mér finnst fínt í jólaþorpinu ;D Endilega kíkið þangað. Þetta er líka svo nálægt Firðinum og í Firðinum er ísbúð, kaffihús og allskonar búðir.
he's very sexy