Er enginn annar hér sem að á alltaf í þessu sama vandamáli, með hvað á að gefa öðrum??
Þetta er stærsta áhyggjan mín um jólin. Að ég eigi bara ekki eftir að finna gjöf handa einhverjum. Það er oftast þannig á hverjum jólum að einhver ákveðin manneskja í fjölskyldunni er létt og ég klára að kaupa allar gjafir fyrir þá manneskju mjög snemma en svo eru aðrar manneskjur sem eru svo erfiðar og ég hef oft gengið um kring í miðbænum á Þorsláksmessukvöldi og átt í þvílíkum vandræðum. Hingað til hefur allt leysts en ég er bara svo hræddur um að það eigi ekki eftir að leysa sig einhvern daginn. Þetta ár á ég til dæmis í geðveikum vandræðum með alla í fjölskyldunni. Ég hef einga minstu hugmynd um hvað ég ætla að gefa neinum í fjölskyldunni en hin klassíska gjöf reddar mér stundum. Það er að segja konfektkassinn :D
Ekki segja mér að ég sé sá eini hér sem að gefur konfektkassa ef ég á í vandræðum með einhvern!!
En tilgangurinn með þessari grein er eiginlega hugmyndir! Mér langar að allir segja eitthvað sem er svona góð gjöf handa mömmu eða góð gjöf handa pabba eða brósa eða bara einhverjum. Eins og til dæmis get ég sagt að bróðir minn skrifaði geisladisk með lögum sem að hann veit að ég fíla fyrir mig í fyrra og ég mæli með þeirri gjöf handa einhverjum sem að þú veist hvaða lög hann/hún fílar.
Ég vona að margir deili hugmyndunum sínum þannig að við gætum kanski hjálpað hvort öðru hérna! :D

Kv. StingerS