Hæ hæ jólavinir.

Mig langaði bara að vita hvort þið finnið þessa undarlegu tilfinningu um jólin eins og ég.
Það nefnilega grípur mig svo sterkt einhvers konar samkenndartilfinning, hver einustu jól.

Ég fer alltaf í kirkjugarðinn á aðfangadag til að setja kerti á leiði afa míns og ég verð alltaf svo klökk þegar ég fer þessa ferð. Ég fyllist af einhvers konar innri gleði og finnst ég eiga svo margt sameiginlegt með samferðarfólki mínu. Bláókunnugu fólki.
Það er heillandi að sjá allan þennan fjölda fólks vitja farinna elskenda sinna og ættmenna á aðfangadag og setja ljósglætu á leiði þeirra.
Einnig finn ég þetta sterkt þegar kirkuklukkurnar hringja inn jólin. Kannski er þetta eitthvað tengt því að finnast maður tilheyra einhverri stórri heild.

Ég veit ekki með ykkur, en hjarta mitt er stendur alveg galopið um jólin.
Ég skil ekki fólk sem segist ekki þola þau, það hlýtur bara að hafa gleymt því um hvað þau snúast. Kærleika.

Kær jólakveðja,
Persefone