Jólasamkeppnin

Þann 19. desember var jólaskemmtun í skólanum hjá Gunnu litlu. Alltaf á jólaskemmtuninni kom jólasveinn sem allir sögðu að ekki væri alvöru en Gunna litla var sú eina sem trúði því að jólasveinninn væri í rauninni til.

23. desember spurði Gunna litla mömmu sína hvort Jóli væri í rauninni til. Mamma hennar sagði
,,Auðvitað er Jóli til elsku litla dúllan mín.. og á morgun kemur hann með stóra pakkann og setur hann undir tréð og svo þegar klukkan verður 6 þá byrjum við að borða og eftir matinn og möndlugrautinn þá förum við að opna pakkana og opnum hann fyrst.” Og þetta fékk Gunna litla í svari.

Um nóttina gat hún ekki sofnað og fór fram í eldhús til að fá sér vatnssopa en um leið og hún fór framhjá stofunni sá hún einhvern vera að setja pakka undir tréð! Það gat ekki verið að Jóli væri að koma hann sem er ekki til. En fyrst hann er að koma núna þá hlýtur hann að vera til!

Gunna litla fer fram í stofu og spyr hver sé þar og þá snýr maðurinn sér að Gunnu litlu og segir
,,Farðu nú að sofa svo ég gefi þér ekki kartöflu í skóinn!” En Gunna litla vildi ekki fara aftur að sofa og horfði á hann augunum sem maður horfir á einhvern þegar maður er hneikslaður útí þann aðila.

Morguninn eftir vaknaði Gunna litla og eftir að hafa þvoð sér, klætt sig, borðað jólamatinn og fundið möndluna fóru þau í pakkana og vitiði hvað.. Hún fékk kartöflu!